Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 41

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 41
Kirkjuritið. Allsherjarþing lút. kirkna í Lundi. 221 fjölmennasta lúterska kirkjuþingið. Ljósin brunnu, organtónar ómuðu, 4 prestar í fullum skrúða skipuðu sér fyrir altari. Allt fékk líf og liti. Sálmasöngurinn var þróttmikill, því að allir sungu, flestir á tungu sinn- ar þjóðar. Eidem erkibiskup steig í stólinn, fríður mað- Ur sýnum og bjartur á svip. Hann lagði út af ávarj)i Páls postula til Kólossumanna í 3. kap., 12.—17. v. og hvatti þingmenn til starfa i anda þeirra orða að efl- mgu bræðralags, friðar og kærleika. En liámark guðs- þjónustunnar var altarisganga. Fulltrúar og gestir gengu UPP í kórinn. Sumar konur voru í þjóðbúningum sín- um og sómdu sér liið bezta. Indverjar voru ýmsir mjög dökkir á börund. Konur þeirra gengu á ilskóm og vo>'u sveipaðar slæðum. Hver bringurinn af öðrum kraup við altarisgráturnar, og prestarnir útdeildu brauðinu °g víninu með svo fögrum og áhrifamiklum liætti, að seint mun gleymast. Helgi og brifning snart hugina, er oi'ðin hljómuðu: Líkami Krists gefinn fyrir þig. Blóð Ki’ists úthellt fyrir þig. Hann er sjálfur nálægur. Mark- mu var náð. Erfiðleikar um langan veg gleymdust fyr- lr samfundunum þeim. Engin stund á öllu þinginu var úýrlegri en þessi. III. Að messunni lokinni gengu inenn til búss liáskóla- stúdenta og skipuðu sér á bekki í stórum hátíðasal. ^fim bann bafa tekið um 1200. Eidem setti þingið og las I. Pét. 1, 3.—7. Minnti liann á þær ofsóknir, sem kristnar kirkjur ýmissa landa befðu orðið að þola á stríðsárunum, en framundan blikaði lifandi von og lýsti veginn til Frelsarans. Eidem sendi í nafni þings- uis kveðjur til þjóðböfðingja Norðurlanda og minntist slands ástúðlega í þvi sambandi. Hann stjórnaði síð- au þinginu vel og traustlega alla fundardagana. Pá tók til máls, næstur forseta, dr. Michelfelder, rit- ai1 fi'amkvæmdanefndar, þróttmaður mikill og' brenn-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.