Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 51
KirkjuritiS. Allsherjarþing lút. kirkna í Lundi. 23Í
fundarhöldin og lífið í Lundi. En það var ganga
fulltrúa og gesta í embættisskrúða eða öðrum við-
hafnarbúningi frá stúdentahúsinu til Dómkirkjunn-
ar. Náði fylkingin mestalla þá leið á göngunni. En
bæjarbúar skipuðu sér á tvær hendur. Raðað var
eftir stafrófsröð þjóðaheitanna á ensku, og gengum
við Islendingarnir næstir Ungverjum og Indverjum.
Var mjög hátíðlegt að ganga undir trjákrónunum í
háskólalundinum við klukknahljóm, er harst há-
tignarlega yfir allan bæinn. Kom mér i hug það, sem
stendur í einum fagnaðarsálminum í Gamla testa-
mentinu: „Þá var sem oss dreymdi“. Dásamlegur
orgelleikur ómaði á móti okkur, og innan lítillar
stundar hljómaði sálmurinn: „Vor Guð er horg á
hjargi traust“ á mörgum tungumálum. Berggrav biskup
var einn ræðumanna við þessa guðsþjónustu. Hann
taldi ósennilegt, að stríð myndi verða á næstu árum, en
það yrði heldur ekki friður. Öryggisleysi og óró væri
framundan, nýr ótli með hverjum degi. Órofin fylgd
sem flestra við Krist í verki og sannleika væri eina
hjálpræðisvonin heiminum til lianda, frá lielstefnu til
hfs. Aðrar ræður báru ekki af. En sönglist undurfögur.
Var sungið og leikið lag eftir Jósef Hedar, og stjórnin
í höndum lians sjálfs.
Þinginu lauk á sunnuda,g 6. júli með guðsþjónustu í
Dómkirkjunni og æskulýðssamkomu um kvöldið í stúd-
entasalnum. Hafði þá þegar verið gengið frá öllum
helztu málum og ný stjórn kosin. Er Nygren forseti.
Eftir þingið fórum við biskup til Kaupmannahafnar og
margt þingfulltrúa og sátum i Rosenborgarhöll aldar-
íjórðungsfund Líknarstofnunar Dana lil hjálpar bág-
stöddum kirkjufélögum í Norðurálfunni. Voru erindi
flutt og veizluhöld mikil. Dr. theol. Alfred Jörgensen
hefir frá upphafi veitt þessari stofnun forustu af á-
huga og prýði. Hafa gjafir frá íslendingum stundum
borizt um hendur honum.
Kirkjuritið. 16