Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 52

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 52
232 Á- G.: Allsherjaþingið í Lundi. Júli-Okt. VIII. Gildi Lundarþingsins verður vonandi mikið. Það er þegar nokkurs virði, að ekki dróst lengur að koma því á eftir stríðið og lialda þannig áfram ein- ingarhreyfingunni innan kirkjunnar. Og meiri festa hlýtur að verða í starfinu fyrir það, að bandalag er stofnað, og má telja eðlilega þróun. Kirkju íslands ætti að vera styrkur að því, að samvinnuhiigur hennar eflist hæði inn á við og út á við. Hún hefir með inn- göngunni í Sambandið valið sér sálufélag við þær þjóðir og þau kirkjufélög, sem henni eru skyldust og vilja miða líf og starf við fagnaðarerindi Krists og samvizkufrelsi kristins manns, svo sem Lúther gjörði. Það að fulltrúar dreifðra þjóða um allar álfur heims kynnast og deila geði hverir við aðra eykur ennfrem- ur vináttu og bræðralag í milli og dýpkar skilning þeirra á eðli kristindómsins, að mennirnir beri byrðar liverir annarra. En þetta skyldi aðeins upphaf einingarstarfsins. Lundarþin,gið á að vera einskonar aðdragandi að öðru miklu stærra allsherjar þingi á Hollandi næsta ár fyrir allar kirkjudeildir heims, er vilja eiga hlut að. Þar á þáttur Lúterska heimssambandsins að vera mikill. Það verður að hera einingarmarkið djarflega á komandi árum, flytja af eldmóði hoðskapinn hverj- um, sem eyru liefir að lieyra: Kristnir menn um víða veröld, sameinizt. Sameinizt gegn stríði og helstefnu. Fórnið öllu, sem krafizt verður, fyrir sigur friðar og kærleika, jafnvel lífinu sjálfu. Rís hátt á ný, kirkja píslarvættisins. Ásmundur Guðmundsson KIRKJULEGT ALÞJÓÐARÁÐ. Ákveðið hefir verið, að stofna skuli alþjóðakirkjuráð á kirkjuþingi í Amsterdam á næsta sumri. Er þess vænzt, að helztu kirkjufélög kristninnar muni standa að því, að kaþólsku kirkjunni einni undanskilinni.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.