Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 58

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 58
238 Benjamín Kristjánsson: Júlí-Okt. an til Hóla, sem Auðunn biskup kom út**1). Árið 1316 vígðust þeir Laurentíus og Árni, sonur Iians, til munka- reglu, en Árni var þá kominn til Þingeyra fyrir tveim ár- um og liafði faðir hans látið kenna honum. Þá gekk og til hræðralags Bergur Sokkason, er Laurentíus hafði áður kennt á Munkaþverá, og setti Iiann sig til náms hjá Laur- entíusi. „Varð hann hinn fremsti klerkur, söngvari liarðla sæmilegur og mælskumaður mikill, svo að hann setti saman margar sögubækur heilagra manna með mikilli snilld. Unnust þeir hróðir Bergur og Laurentius með hjartanlegri elsku, þvi að alla þá, er Laurentíus sá að gott vildu nema, elskaði hann“. Oftast talaði Laurentíus latínu í ldaustrinu. Hans iðn var ekki ann- að en lesa, kenna og studera i bókum. Á Árna son sinn lagði hann alla ástundun, að kenna honum latínu og letur, enda varð hann hinn snjallasti klerkur, skrif- ari harla sæmilegur og latínuskáld. „Sannlega mátti það segja, að fagurlegt var það klaustur, sem svo var skipað af slíkum munkum, sem þá var að Þingeyr- um“2) Þó að Laurentíus væri vafalaust lærdómsmaður og ágætiskennari, þá mundum vér nú fátt vita um hann og kennslustörf hans, ef eigi væri til saga hans, skrifuð af nákunnugum manni, lærisveini og aldavini. En flest- ir hafa þeir verið klaustramennirnir, sem aldrei voru víðfrægðir á þennan liátt, og enginn veit því með vissu um störf þeirra, né liversu mjög þeir kunna að hafa lagt sig fram i þágu íslenzkrar kristni. Ber þvi að líta á lýsingu Laurentíussögu úr Þingeyraklaustri sem dæmi um það, hvernig unnið var í klaustrunum, þegar hezt var. En þar vitum vér að, auk latínunnar og guð- fræðikennslunnar, var ritað megnið af fornbókmennt- um vorum. Stendur þjóð vor því í mikilli þakkarskuld !) Bisk. I, 827. 2) Bisk. I, 832,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.