Kirkjuritið - 01.07.1947, Qupperneq 59
Kirkjuritið. Menntun presta á íslandi.
239
við þessar stofnanir, eins lengi og islenzk tunga verð-
ur töluð.
í Munkaþverárklaustri, seni stofnað var 1155, voru
löngum ábótar liinir lærðustu og merkustu menn. Þar
voru bækur ritaðar og skóli haldinn. Fyrst ábótinn þar,
sem að nokkru er kunnur, var Nikulás Bergþórsson
(eða Bergsson d. 1159). Hann var sagður „kostulegur
liöfðingi, sem margar ástgjafir liafði af guði þegið1'1),
þar að auki „vitur og víðfrægur, minnugur og marg-
fróður, ráðvís og réttorður“. Hefir liann gengið til
Rómaborgar og var eftir honum skrifuð lýsing á leið-
um pílagríma suður um lönd (Leiðarvísir og borga-
skipan). Einnig orti bann drápu dróttkvæða um Jóhann-
es postula, sem enn eru til erindi úr. Nikulás ábóti hef-
ir verið mikilhæfur maður og einn af þeim kirkjuhöfð-
ingjum 12 aldarinnar, sem vegna lærdóms og ferðalaga
sinna erlendis hefir borið á sér heimsborgara snið hing-
að í fámennið. Hefir samtima mönnum hans fundizt
mikið til um hann. En hans naut skamma stund við
eftir að hann var ábóti.
Hallur Hrafnsson var ábóti á Munkaþverá 1184—1190.
Hann liafði áður verið prestur að Grenjaðarstað, og
dvöldu þá þeir Ingimundur prestur Þorgeirssou og
Guðmundur fóstri hans með honum fjóra vetur. Kennt
hefir Ingimundur þar fleirum latínu en Guðniundi.
Hallur var af fræðimannakyni og voru forfeður lians
°g frændur lögsögumenn hver fram af öðruin. Evjólfur
sonur hans, var prestur á Grenjaðarstað eftir hann og
síðar ábóti að Saurbæ i Eyjafirði. Hafa þeir frændur
verið menntir í betra lagi og ætla sumir aö Hallur hafi
skráð rímfræði og Oddatal eftir þeim Stjörnu-Odda og
Rjarna tölvísa, og bafi þeir verið frændur Halls ábóta2).
Árið 1312 réð Þórir ábóti Haraldsson til sín Laurentí-
0 Bisk. I, 407.
2) Björn Sigfússon: Þingeyingasaga bls. 83.