Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 72

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 72
252 Benjamín Kristjánsson: Júlí-Okt. þær stofnanir, sem auðugastar voru virðast liafa náð sér fljótt í ýms liöfuðrit miðaldaguðfræðinga, eins og öflun þessara rita hefir þó verið örðug. Vallakirkja á 1318, hálfan sétta tug hóka. Viðeyjarklaustur, 1397, sexliu bækur. Möðruvallaklaustur, 14(51, eitt hundrað tuttugu og sjö hækur, Munkaþverárklaustur 1525, átta- tíu og tvær, Reynistaðaklaustur sama ár, þrjátíu og níu og Þingeyraklaustur sama ár, fjörutíu og sex hækur. Auðugust var þó Hóladómkirkja, sem átti, 1525, þrjú hundruð þrjátiu og tvær bækur. Þegar þess er gætt að margt af þessu voru geysimikil rit í mörgum bindum, og liafa flest verið skrifuð eða þýdd af klerkum, verð- ur það skilið, að islenzkir klerkar hafa sjaldan setið iðjulausir og furðulega vel hafa þeir alla tíð, þrátt fyr- ir fámenni og erfiðar samgöngur, fylgzt með öllu því hezta, sem hugsað var og hugsað liafði verið annars staðar í heiminum, um leið og þeir skópu sjálfir bók- menntir, sem sígildar urðu. Eins og áður er getið hefir það verið mjög misjafnt, hversu ungir sveinar hafa verið látnir til náms og liefir það farið eftir efnahag og ástæðum. í Grágás er gert ráð fyrir því, að menn séu stundum orðnir 16 ára eða eldri er þeir ráði sig til náms, og skal kirkjueigandi þá gera máldaga við sveininn sjálfan, en ef hann er yngri þá skal hann gera við lögráðanda lians1). Venjulegast munu menn þó liafa verið yngri. Ari fróði fer í Haukadal 7 velra og dvelst þar 14 ár við nám. Álílca gamall hefir Guðmundur góði verið er hann var til hókar settur. Jón Ögmundsson hefir verið um 10 ára gamall er liann fór í Skálholl og er þar um 12 ára skeið. Einar Hafliðason hefir farið 10 ára í Þingeyraklaustur. Algengast liefir sennilega verið, að drengir væri seltir í skóla um 12 ára aldur, eins og sjá má af ýmsum fornbréfum, og virðist Grógás, utg. V, Finsen bls. 17.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.