Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 79

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 79
Kirkjuritið. Tómstundarabb 1 blöðum og tímaritum tíðkast það nokkuð, að hafa einhvers- staðar rólegan kima, þar sem ritstjórinn rabbar góðlátlega við lesendurna um hin og önnur mál, sem upp í hugann koma. Ég hefi oft vcrið að lmgsa um að koma mér upp þess háttar smábyrgi innan vébanda Kirkjuritsins, en ekki orðið úr, með- fram sakir jiess, hve heftin hafa oft verið lítil og því þröng' innan veggja. Nú liefir verið ákveðið að breyta útgáfu Kirkjuritsins, fyrst um sinn í eitt ár, í tilraunaskyni, og láta það koma út í fjórum heftum, all vænum. Þörfin á l)ví að láta það koma út oft er nú minni, síðan Kirkjublaðið hóf göngu sína. Og nú hugsaði ég til hreyfings að koma að rabbi mínu. Aitl- aði ég að hefja það með uppástungu um sunnudagaskólastjóra þjóðkirkjunnar, ásamt fleiru smávegis. En þetta fór hvorki betur né ver en það, að ég gleymdi mér og slcrifaði venjulega smágrein um málið í þess stað. Fyrst er ég sá greinina í próförk mundi ég eftir því, að þetta átti að vera ritstjórarabb, en gat þá ekki verið að tefja fyrir með breyt- ingu. Neistar. Ég valdi þessu rabbi mínu nafnið Neistar. En svo heppilega vildi til, áður en þetta komst á prent, sá ég, að Nýtt stúdenta- blað liafði valið þetta nafn á ákveðinn flokk vísdómsorða, er það flytur. Ég liætti því við nafnið, og valdi annað orð, látlaus- ara og betur eigandi við mitt einfalda hjal. Um framhald þessa Tómstundarabbs er engu lofað. En eigi það líf fy rir höndum, er tilgangurinn sá, að koma hér að nokk- urn veginn öllu, sem nöfnum tjáir að nefna, mönnum og mál- efnum, bókafregnum, listdómum, ágreiningsmálum og hverju, sem er. Þó geta vitanlega greinar um allt það, scm i Rabbinu er rætt, komið í ritinu annarsstaðar eftir sem áður. Tómstundarabb þetta verður mitt verk eingöngu, meðan mitt

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.