Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 82

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 82
Tómstundarabb. Júlí-Okt. 262 Guðfræðistúdentar ætla sér yfirleitt ákveðna braut, en það er ckki mesta keppikefli nútímans. Læknanám er að vísu mjög sérhæft, en þó geta þeir, sem læknisfræði stunda, valið um margar leiðir með ýmiskonar sér- námi, og yfirleitt er læknastéttin mjög í áliti nú á dögum. Laganám g'etur leitt lil fjölmargra starfa annarra en beinna embætta. Það er yfirleitt mjög hentugt þeim, sem áfram vilja brjótast I. d. í atbafnalífi eða stjórnmálum. Verkfræðinámið beinir mönnum inn í hringiðu framkvæmd- anna. Allt er þetta mjög að skapi flestra nútímamanna. Norrænu fræðin eru í þessu efni svipuðust guðfræðináminu. Þau miða til rólegra starfa og ólikra þvi, sem flestir virðast hafa mestan áhuga á í svipinn. Enda er sú deild ekki fjölsótt. Þessar tvær deildir Háskólans hafa þegar af þessari ástæðu nokkurn mótbyr í bráðina. Þær eru ekki samkeppnisfærar i þeim sviptiveðrum framkvæmda og peningatryllings, sem nú þeyta mönnum fram og aftur. Veðurspá. Vandi er að spá veðri, eii þó er enn vandasamara að spá um stefnur og strauma í framtíð þjóðarinnar. En ýmislegt bendir þó til þess, að fram undan séu meiri blómatímar fyrir guðfræðideild Háskólans. Prestar hafa nú loks verið seltir á bekk með öðrum embætt- ismönnum ríkisins um launakjör og aðstöðu alla. Laun þeirra eru að vísu ekki kölluð há í svip, er menn geta án nokkurs undirbúnings, að heita má, gripið upp hæstu em- bættislaun til bráðabirgða. En á því verður ekki langt framhald. Og fleira kemur til greina en launin. Prestsstaðan hefir aldrei verið eftirsóknarverðari en nú, hvort heldur er litið á erfiðleika og andblástur eða starfsmöguleika og nauðsyn. Guðfræðideildin er nú skipuð fjórum kennurum, og gefur það möguleika til betri sérmenntunar. Og verkefni kirkju Krists hér á landi hlýtur að verða öllum hugsandi mönnum augljósara með hverju ári sem Hður, ef menn á anna borð óska þess, að hér búi vel siðuð þjóð og sterk. Það getur ekki dulizt þeim mönnum, sem málum ráða, að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.