Kirkjuritið - 01.07.1947, Blaðsíða 86
266
Tómstundarabb.
Júlí Okt.
Hann var frábœr áhugamaður um málefni kristindómsins
heima og um alla jörð.
Eitt af störfum lians til glæðingar trúarlífi í landinu var út-
gáfa kristilegra smárita. Kom hann út 67 smáritum af dugnaði
sínum, en hafði til búin til prentunar 13, er hann andaðist og
iagði 1000 rikisdali fram til þess að þau kæmust á prent. Fór
svo, að smárit lians urðu alls 80.
Eftir það féll þetta fyrirtæki niður og allmikill sjóður, er
myndazt hafði til þess að halda útgáfunni áfram, týndist eða
eyddist einhvern veginn. Sýnir þessi saga, eins og svo margt
annað, að veldur hver á heldur. Áhugi séra Jóns skapar
]>essi 80 rit og vænan sjóð af engu, en áhugaleysið gerir sjóð-
inn að engu.
Var sannarlega vel til fundið að minnast þessa merka manns
á aldarafmæli brottfarar lians með því, sem honum hefði þótt
vænst um: Að hefja enn þetta sama verk í anda hans, og sýna,
að „frækornið“ liafi legið þarna, óvirkt að vísu, en iifandi,
alla þessa stund, tilbúið að skjóta frjóöng'um þegar er áhuga-
söm hönd hrærir jarðveginn og lofar sól að skína á það og
verma á ný. Þannig eru „Frækorn“ af stað farin.
Ólafur Ólafsson kristndboði ritar formála þessa fyrsta bindis
„Frækorna“ og lýsir tildrögum og tilgangi. Hann á og mestan
þátt i ritinu, eða, auk formálans, þrjú af sex smáritum, sem
hér eru saman tekin í þessu bindi, en það er töluvert meira en
lielmingur bókarinnar.
Þá er eitt smárit (stytt) eftir séra Jón lærða, eitt rit eftir
Árna Árnason og eitt rit eftri Karl Barth, þýtt af séra Sigurjóni
Þ. Árnasyni.
Vel fer á því að hefja útgáfu þessa með riti um séra Jón sjálf-
an. Hefir Ólafur Ólafsson tekið þessa grein saman, og er hún
iipurt skrifuð og nær vel yfir efnið. Verður mynd séra Jóns
furðu skýr, iærdómur lians, svo að hann var jafnvel bendlaður
við galdur, og var iatínan tömust til bænar, skap lians, dugnað-
ur og hagsýni í búskap, en þó einkum eldlegur áhugi lians og
fórnfúst starf i prestsskap og brennandi löngun að vinna fyrir
Guðs ríki, heima og úti í heiðingjalöndunum.
Æfi séra Jóns lærða og starf hans er merkilegt rannsóknar-
efni. (Hann var langafi dr. Jóns Helgasonar biskups í föðurætt,
en Tómar Sæmundsson afi í móðurætt, svo að ekki var furða