Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 9
KIRKJUIIITIÐ 247 Musteri sannleikans verður aldrei reist á feni efaliyggjunn- ar. Andlegt líf okkar er fúið að dýpstu rót, sökum þess að pað er gegnsýrt efahyggju og fyrir vikið lifum við nú í veröld, sem full er af falsi og blekkingum, hvert sem litið er. Við erum ekki langt frá því að steita á því skeri, þar sem sannleikurinn er sviptur sínu starfandi lífsafli. Sá sannleikur, sem þröngvað er upp á þann efagjarna, hefur aldrei þá sönnu andlegu eiginleika og hinn, sem áunninn er fyrir eigin hugsun. Hann verður utangarna og andlaus. Hann kann að hafa áhrif á menn, en rennur þeim aldrei í merg og bein. Lifandi er sá sannleikur einn, sem a upptök sín í frjálsri hugsun. A sama hátt og tréð ber árlega sömu ávextina, sem þó eru nýir á hverju sumri, þannig verða allar sígildar hug- sjónir að fæðast aftur og aftur í hugum hugsandi manna. En nútíminn hallast að því, að gera hið visnaða tré efahyggj- unnar frjótt með því að hengja á það einhver sannleiksepli eins og glingur. Eingöngu með því að treysta á hæfileika okkar til þess að öðlast sannleikann fyrir frjálsa hugsun einstaklingsins, verðum við hæfir til að veita sannleikanum viðtöku. Sjálf- stæð hugsun, ef hún á annað borð leggst djúpt, verður meira en einstaklingsbundin. Hugsjónir hennar hrífa sálir þeirra, sem ekki eru upp úr því vaxnir að vilja vera sannir og reyn- ast færar um að hafa áhrif á þá, sem lifandi þekking. Samfara sannleiksþránni, verða menn einnig að þrá ein- 'aegnina. Aðeins sú kynslóð, sem á hugrekki til þess að vera emlæg og sönn, getur öðlast þann sannleika, sem verður lif- andi kraftur hið innra með þeim. Einlægnin er grundvöllur andlegs lífs. Með því að auðvirða sjálfstæða hugsun, hefur þessi kyn- sJóð glatað gulli einlægninnar og um leið gulli sannleikans. Pess vegna er henni nú engin önnur von til viðreisnar en si'i að snúa aftur inn á brautir frjálsrar hugsunar. Þetta er sannfæring mín og þess vegna er ég í andstöðu Vlð tíðarandann og tekst óhikað á herðar þá ábyrgð, að e8gja fram minn skerf til þess að tendra á ný elda frjálsrar hugsunar. Hugsun um lotningu fyrir lífinu er í eðli sínu sérstaklega

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.