Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 50
288 KIRKJURITIÐ á kvöld. Mátti glöggt finna sanihuga gleði sóknariiiaiina yfir þeim sigri, sem nú var unninn, þegar ný og myndarleg kirkja var risin á hinum fornhelga kirkjustað. Einnig voru viðstaddir nokkrir l)urtfluttir Lund- dælingar og kveðjur hárust frá öð'rum, en ýmsir, sem fluttir eru í önnur héruð' og eiga helgar minningar um Lundarkirkju, hafa nieð gjöfum og uppörfun stutt heimamenn í þessu göfuga stórvirki. HátiS aS Laugarvatni. — Sunnudaginn 21. apríl s.I. var guðsþjónusta haldin í Héraðsskólanum að Laugarvatni. Við það tækifæri voru afhentar veglegar gjafir lil miriningar um frú Þorbjörgu Þorkelsdóttur. Nánasta fjölskylda Þorhjargar sálugu, eiginmaður hennar, börn henn- ar og makar þeirra gáfu altariskross. En systur hennar og mágkona gáfu altarisstjaka. Gripir þessir eru mjög fagrir og tilkomumiklir og vöktu al- menna hrifningu viöstaddra. Gefendur hafa tekið fram, að gripunum sé ætlað að prýða altari vænt- anlegrar kirkju að Laugarvatni, þegar hún verður reist, en þangað til verða þeir notaðir við guðsþjónustur í salarkynmun skólasetursins. Prestur við athöfn þessa var síra Ingólfur Astmarsson biskupsritari. — Lýsti hann gjöfunum, minntist frú Þorbjargar sálugu og flutti þakkir. —¦ En sonarbörn frú Þorbjargar, Bjarni og Þorbjörg tendruðu ljósin á alt- arisstjökunum. Guðsþjónustan var mjög hátíðleg og fjöhnenn. Þorbjörg Þorkelsdóttir var eiginkona Bjarna Bjarnasonar skólastjóra. Átti hún ekki lítinn þátt í að móta heimilisanda skólans fyrstu tvo ára- tugina, þar eó' hún var húsmóðir staðarins mestan hluta þeirra. En hún var, svo sem kunnugt er, með afbrigðum áslsæl sakir göfugmennsku og mikilla mannkosta. Er frú Þorbjörg lézt, 21. apríl 1946, var þá þegar stofnaður minningar- sjóður um hana. Sjóðurinn var stofnaður af keiinurum héraðsskólans, en konur í Laugardal og fleiri gáfu þá fc í sjóðinn. I skipulagsskrá sjóðsins er svo kveðið á, að sjóðnum skuli varið til þess að prýða borð við guðsþjónustur að' Laugarvatni og síðar skrýða altari, þegar kapella eða kirkja hefur verið' reist þar. Formaður sjóð'sstjórnar er frk. Jensína Halldórsdóttir forstöðukona Hús- mæðraskóla Suðurlands, og veitir hún viðtöku gjöfuni í sjóöími. 14. maí s.l. var stofnaður kirkjukór SkarSssóknar á Skarðsströnd. Stofnendur voru 15. Stjórn skipa: Björn Guðmundsson, Reyniskeldu, formaður. Valdís Þórðardóttir, Búðardal, ritari og Hrefna Ólafsdóttir, Ytri-Fagradal, féhirðir. — Organleikari er Magnús Halldórssoii. — Kjart- an Jóhannesson, söngkennari stofnaði kórinn. Björn Björnsson, Magnússonar, prófessors, hefur nýlega lokið prófi ur guðfræðideild háskólans með hæstu einkunn, sem þar hefur verið gefin- Á hvítasunnudag vígSi biskup tslands þrjá guSfrœSinga: Bjarna Guð- jónsson, settan prest að Valþjófsstað, Helga Tryggvason, seltan prest ao Miklabæ og Sverri Haraldsson, settan prest að Nesjamýri.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.