Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 18
256 KIRKJURITIÐ 1 augum þess manns, sem gæddur er sönnu siðrænu skyni, er allt líf heilagt í sjálfu sér, einnig það, sem frá mannlegu sjónarmiði er talið vera á lægra stigi. En liann neyðist til þess að gera slíkan greinarmun í einstökum tilfellum og þeg- ar ekki verður hjá komizt, t.d. þegar hann á aðeins um það tvennt að velja, hvoru lífi hann eigi að fórna til þess að bjarga hinu. En í hvert skipti, sem hann verður að taka slíka ákvörðun, er honum fyllilega Ijóst, að þar styðst hann við sitt persónulega mat og er ábyrgur fyrir því lífi, sem hann leggur í sölur til þess að bjarga hinu. Ég gleðst yfir hinum nýju meðölum við svefnsýki, seni gera mér það kleift að bjarga mannslífi, í stað þess að þurfa fyrrum að horfa úrræðalaus á þennan kvalarfulla sjúkdóm- En í hvert skipti, sem ég skoða í smásjánni þá sýkla, er sjúkdóminum valda, þá get ég ekki annað en hugleitt það, að lífi þeirra hef ég orðið að fórna til þess að bjarga lífi annarra. Ég keypti arnarunga af innfæddum strákum, til þess að koma í veg fyrir, að þeir misþyrmdu honum. En síðan átti ég um það tvennt að velja að svelta hann í hel eða veiða daglega smáfisk handa honum að éta. Ég valdi síðari kost- inn, en finn þó sárt til þess á hverjum degi að þurfa að deyða smáfiskana og taka á mig þá ábyrgð að fórna þannig mörgum lífum fyrir eitt. Þannig stendur maðurinn ásamt öllu, sem lifir, gagnvart lífsþránni, að hann á aðeins tveggja kosta völ. Aftur og aftur stendur hann í þeim sporum að geta aðeins bjargað eigin lífi eða annarra með því að svipta einhverja aðra lífinu. En ef hann er snortinn af siðgæði lotningarinnar fyrir lífinu skaðar hann hvorki né eyðileggur nokkurt líf, nema hann sé til neyddur og geti ekki hjá því komizt. Slíkt gerir hann aldrei í hugsunarleysi eða að gamni sínu. Og að svo miklu leyti sem í hans valdi stendur, notar hann hvert tækifæri til þess að verða aðnjótandi þeirrar blessunar, sem því fylgir að hlúa að öllu, sem lifir, og verja það þjáningum og eyði- leggingu. Þar sem ég hef frá bernsku jafnan látið mér annt uni blessaðar skepnurnar, hefur það orðið mér sérstakt gleði-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.