Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 46
Sögulegur líkflutningur I kirkjubók Skútustaðaprestakalls, þar sem færðir eru dánir 1900 stendur: Hinn 30. marz var ÞuríSur sál. Eyjólfsdóltir frá Baldurs- heimi flutt hingaS og jarSsett hjá manni sínum (Jóni Illugasyni d. 8. nóv. 1876), aS viSstöddum nœr 100 manns. ÞuríSur sál. dó á Ljósavatni (í febr. 1898), en varS eigi flutt hingaS fyrr. Vt af þessum flutningi reis svo saka- mál — aS tilhlutan amtmanns, sem er ókláraS enn. Tildrög og niðurstöðu þessarar fágætu athugasemdar er að finna í Landsyfirréttardómum: Mánudaginn 30. júnímánaðar. Nr. 9/1902. Réttvísin gegn Jóni, Sigurgeir, Jónasi og Sigurði Jónssonum. Dómur: Með dómi aukaréttar Þingeyjarsýslu, gengnum 25. maí f. á., var hinn ákærði Jón Jónsson dæmdur fyrir brot gegn 159. gr. hinna alm. hegningarlaga í 14 daga einfalt fangelsi og til þess ásamt hinum meðákærðu bræðrum sínum að greiða in solidum allan málskostnað, þar með talin máls- varnarlaun til talsmanna þeirra í héraði, Árna prófasts Jóns- sonar á Skútustöðum, 5 kr. Að öðru leyti voru þeir bræður Sigurgeir, Jónas og Sigurður, sýknaðir af ákæru réttvísinnar í þessu máli. Dómi þessum liefur Idutaðeigandi amtmaður eftir ósk þriggja hinna ákærðu og af hálfu réttvísinnar áfrýjað til landsyfirréttarins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.