Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ 253 kemur ekki í ljós fyrr en vindar og regn hafa sorfið utan af pví hvert kalklagið af öðru, þannig eru og að því er heims- skoðunina snertir, þykk lög af óraunhæfum hugsunum, sem þvo þarf í burtu til þess að hin raunhæfa hugsun fái notið sín. Lotningin fyrir lífinu er hið raunhæfa svar við hinni raun- hæfu spurningu um samband mannsins við umheiminn. Það erna, sem maður veit um veröldina er þetta, að allt sem lifir, og maðurinn ekki sízt, ber vott um lífsþrána. I þessum heimi er maður ýmist þolandi eða starfandi. Annars vegar er hann háður atburðarás lífsheildarinnar. En á hinn bóginn er hann pess megnugur að hafa áhrif á lífið að svo miklu leyti sem hann kemst í snertingu við það. Hann getur ýmist tafið fyrir eða hlúð að því, deytt eða lífgað. Eina leiðin til þess, að maðurinn finni eitthvert vit í því að vera til, er sú að gera náttúrlegt samband sitt við tilver- una að andlegu sambandi. Og þetta gerir hann með þolgæði °g undirgefni. En hið sanna þolgæði er í því fólgið, að mað- urinn finnur, að hann er háður hinni ytri rás viðburðanna, eu öðlast eigi að síður hið innra frelsi gagnvart örlögum sín- uin eins og þau birtast á ytra borðinu. Hið innra frelsi er þetta, að maður öðlast þrek til þess að mæta hverju því, sem a" höndum ber þannig, að það verði til þess að göfga og dýpka persónuleika hans og veita honum ró og sálarfrið. í'olgæðið eykur því bæði hið andlega og siðræna gildi lífs- Uis. Og enginn getur öðlazt hina jákvæðu afstöðu til alheims- Uis, sem ekki hefur reynt þolgæði og undirgefni. Að því er varðar hina starfrænu afstöðu til alheimsins, Pá gerir maðurinn hana andlega með því að lifa ekki sjálf- Um sér eingöngu, heldur gera sér ljóst, að allt líf, sem hann ^enist í snertingu við, er hluti af hans eigin lífi. Og þá mun uann finna að allt, sem snertir það líf, snertir einnig hann sJalfan, og veitir því alla þá aðstoð og lijálp, sem honum er Unnt. Og hann mun jafnframt finna, að öll slík björgun og a°stoð veitir honum þá æðstu hamingju, sem nokkrum dauð- legum manni getur fallið í skaut. Ef maðurinn á annað borð fer að gefa gaum að leyndar- uornum síns eigin lífs og þeim huldu böndum, sem tengja *u hans við sérhvert það líf, sem verður á vegi hans, þá getur

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.