Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 45
KIRKJURITIÐ 283 gengni hrynja gjörsamlega og verða að engu. Eins og þjer er kunnugt hafa mín langvarandi veikindi hrundið mjer af braut líkamlegra framkvæmda og gjört mig ófæran til að gegna hinum margvíslegu störfum, sem þarfir lífsins út- heimta. Þegar svona var komið heilsufari mínu, þá var hug- Urinn heldur dapur og framtíðin fór að verða skuggaleg fyrir minni líkamlegu sjón. Jeg spurði því sjálfan mig á þessa leið: Er nú úti um alla gleði og ánægju í lífinu, þegar jeg get öú ekki lengur notið lífsins gæða eða tekið þátt í glaðværð- um þess, og ekki lengur unnið með höndum mínum mjer til gagns og skemmtunar, sem mjer var svo kært á meðan jeg gat það? Hefir Guð þá ekkert að bjóða mjer, sem gæti veitt mjer ánægju og ró, þótt jeg fari á mis við allt þetta? — Jú, vissulega. Það var sem mjer fyndist Jesús koma til mín, og jeg heyra hann segja við mig: „Þótt þú sjert nú svona vesall og aumur sem þú ert, þá vil jeg samt vera vinur þinn og frelsari og gefa þjer styrk og þolinmæði, til ag bera byrðina, sem á þjer hvílir. Ef þú vilt iðrast synda þinna og trúa á niína friðþægingu þjer til sáluhjálpar, þá vil jeg veita sál þinni vistarveru hjá mjer, þegar hún losnar úr fjötrunum, sem hún er í". — Þessi hugsun huggar mig og gleður, jafnvel þótt jeg finni til þess að iðrun mín er ekki nógu heit og trúin veikari en hún ætti og þyrfti að vera, en samt er mjer hún mjög dýrmæt. Því að fyrir hana hefi jeg von um góð umskipti, þegar þetta líkamlega líf þrýtur, og þessi von veitir nijer frið 0g ro, svo að jeg læt ekki vini mína heyra að jeg mögli eða kvarti yfir kjörum mínum. Það er nú hátt á þriðja ár síðan jeg fór alveg í rúmið og allan þann tíma hefi jeg niátt til að Hggja á bakinu, öðruvísi hefi jeg ekki þolað að vera, vegna þess að jeg fæ þá þraut fyrir brjóstið og líka í höfuðið, ef jeg ligg á vanganum. Svona liggjandi á bakinu klóra jeg þessar línur, en ekki þoli jeg að vera við það nema Uokkrar mínútur í einu. .. ."_____________________________ KlRKJURITIÐ T»marit gefið út af Prestafélagi íslands. — Kemur út mánaðarlega 10 sinnum & ári. Ritstjóri: Gunnar Arnason. Árgangurinn kostar 100 krónur. Afgreiðslu annast Ingólfur Þorvaldsson. - sími 20994. PrentsmiSja Jóns Helgasonar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.