Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 269 Eg reyndi sjálfur margt af þessu. Það leiddi mig ekki nær kristindóminum. Það gat vakið undarlega, andlega reynslu. En það, sem ég fann, voru skuggar einir, ekki Guð sjálfur. Það, sem er að öllum þessum þremur vegum, er menn leita kristindóms, skil ég nú. Ég leitaði þar alls staðar að sjálfum mér. Hugsun mín, vilji, tilfinningar áttu að leysa vandann. Ég átti sjálfur að finna veginn. Eg skildi það ekki enn, að kristindómurinn er fagnaðarer- mdi, gjöf, sem ég á að veita viðtöku opnum örmum. Páll skrifar í bréfinu til Rómverja: „Allir hafa syndgað °g skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú". (Róm. 3, 23). Þetta er leyndardómurinn. Eg varð að setjast á bekk syndara . . . Mig langar til að reyna að segja frá því blátt áfram og á þessa leið: ¦Þegar ég skyggndist inn fyrir hjúpinn, sem ég býst venju- ega gagnvart öðrum mönnum, og sá skýrt og af hreinskilni, nver ég var, þá skelfdist ég yfir því, sem mér gafst á að líta: °hreinleika, ósannindi, hégómagirnd og eigingirni. Mér skild- lst það, hvað synd er. Og þá var alvara á ferðum, alvara, sem getur orðið mönnum geigvænlegri en svartasta nótt. Þegar ég síðan beindi sjónum frá sjálfum mér og til Krists, Pa fékk ég að sjá hann með nýjum hætti, því oð nú þarfnaS- ist ég nans i ralln 0g Veru. Ekki sem fyrirmyndar aðeins, ^eldur sem frelsara, er má veita náð syndarfyrirgefningar- lnnar, leysir frá máttarvóldum myrkursins og gefur nýtt líf. ^að er ekki aðeins nóg að vita þetta. Þess er og þörf, sem ^eira er: persónulegs vals, ákvörðunar, athafnar. Eg varð, eins og Sören Kierkegaard komst að orði, að af- a3a að stökkva út á sjötíu þúsund faðma dýpið, lúta Kristi 1 bæn og segja: Urottinn, Jesús Kristur. Ég er vesæll maður, sem brestur Jaltan mátt. Þú þekkir mig, þekkir löngun mína og veizt, Vao er að. Nú kem ég í trausti til orða þinna og fel allt

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.