Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 273 að eik kristninnar teygir nú lim sitt um víða veröld og að kirkjan er þrátt fyrir allt andlegt stórveldi, sem heimsdrottn- arnir verða að taka með í reikninginn og stendur óneitan- lega að því er viröist enn í dag sterkari fótum en nokkurt annað ríki í veröldinni. Páll VI. Óskirnar rættust, að sá yrði kjörinn eftirmaður Jó- hannesar 23., sem liann var talinn hafa treyst bezt til að halda stefnu Iians og brjóta hrautina áfram — Montini erkibiskup í Milano. Giovanni Battista Martini faeddist 26. 9. 1897 í Bres- cia, af fremur efnuðu for- eldri. Vígðist til prests 1920, i'áðgjafi Píusar XII. 1952, Kardínáli í uppliafi starfs- thna Jóhannesar 23. 1958. Hann fékk fyrst orð á sig sem „vinur verkalýðsins“ og hefur stöðugt vaxið í áliti. Jalinn gáfaður, stilltur vel, víðsýnn og farsæll. Laginn við að koma fram málum sínum. Lýsti því þegar yfir að hann myndi lialda uppi nierki fyrirrennara síns, og kveðja kirkjuþingið aftur sanian, vinna að einingu kristinna manna og friði á jörðu, með því að berjast fyrir sigri sannleikans, réttlætisins °S frelsisins. Honum er nú hvarvetna óskað brautargengis. 18

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.