Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.06.1963, Blaðsíða 10
248 KIRKJURITIÐ vel til þess fallin að vinna bug á efahyggjunni (skepticism). Slík hugsun er frumlæg. En frumlæg er sú hugsun, sem á rót að rekja til grundvallarspurninganna um afstöðu mannsins til alheimsins, tilgang lífsins og eðli hins góða. Og þetta er einna nátengdast mannlegri hugsun og hefur sín áhrif á hvern einasta mann. Þessar spurningar vekja til umhugsunar og stuðla að því að víkka hana og dýpka. Hugsanir í þessa átt er mjög að finna hjá Stóuspeking- unum. Þegar ég var að lesa heimspekisögu á skólaárunum, fannst mér erfitt að slíta mig frá Stóuspekinni, og fylgja þeim hugsanagangi sem síðar ríkti og var henni mjög frábrugðinn. Satt er það, að sú niðurstaða, sem Stóuspekingarnir komust að, fullnægði mér engan veginn. En mér fannst eigi að síður, að þessi einfalda heimspeki hefði mikið til síns máls og ég fékk ekki skilið, að menn skyldu hverfa frá þeirri hugsana- stefnu. Mér fannst mikið í Stóuspekina varið vegna þess, að hún stefnir beint að markinu. Hún er öllum auðskiljanleg en þó djúpstæð. Hún fullnýtir þann sannleika, sem hún á annað borð viðurkennir og það jafnvel þótt hann sé ófullnægjandi. Hún blæs lífi í þessi sannindi með því að meðhöndla þau með alvöruþunga. Hún á anda einlægninnar og beinlínis þrýstir mönnum til að hugsa og beina athyglinni inn á við. Og hún vekur hjá mönnum ábyrgðartilfinninguna. Mér fannst einnig að grundvallarhugsun Stóuspekinnar væri sönn, þessi, að maðurinn verði að komast í andlega snertingu við al- heiminn og verða eitt með honum. 1 stuttu máli sagt, er Stóuspekin náttúruheimspeki, sem endar í dulspeki. Á sama hátt og mér fannst Stóuspekin vera frumlæg virt- ust mér kenningar Lao-tse vera það einnig, þegar ég tók að kynna mér spekiljóð þau, sem honum eru eignuð Tao-te- King. 1 hans augum er einnig þetta mikilvægast að maður- inn með einfaldri hugsun komist í andlegt samband við al- heiminn og sanni það með líferni sínu. Það er því náinn skyldleiki með Stóuspekinni grísku og kínveskri speki. Eini munurinn er sá að hin fyrrnefnda grund- vallast á þroskaðri, rökfræðilegri hugsun, en hin síðarnefnda á innsærri (intuitive) hugsun, sem þó ristir undradjúpt þott eigi sé jafn þjálfuð og sú gríska.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.