Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 8

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 8
Síðan hafa fundir þessir verið haldn- ir reglubundið þriðja hvert ár, nema stríðsárin, þegar þeir féllu niður af augljósum orsökum. Þeir hafa verlð haldnir á víxl eftir röð í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Á ís- landi hefur ekki verið haldinn slíkur fundur fyrr en sumarið 1976. Oft hef- ur þó verið boðið að halda hann hér en ekki þótt fært að þiggja það boð sakir fjarlægðar og kostnaðar. En á fundi þeim, sem haldinn var í Finn- landi 1973 var boðið þegið og biskupi íslands falið að undirbúa hann og standa fyrir honum. Þessi fundahöld áttu sinn aðarag- anda. Á styrjaldarárunum fyrri vakn- aði ný vitund um nauðsyn þess, að systurkirkjur Norðurlanda stæðu sam- an, tengdust traustari böndum til inn- byrðis styrktar og sameiginlegs stuðn- ings við kristinn málstað í heimin- um. Höfuðborgarbiskupar Norðurlanda komu saman til fundar í Osló 1916 og var þetta mál á dagskrá þar. Höfðu þeir mikið sambana sín í milli stríðs- árin. Mestur hvatamaður aukins sam- starfs var þáverandi erkibiskup Svía, Nathan Söderblom, en eindreginn stuðningsmaður hans var Ostenfeld Kaupmannahafnarbiskup. Söderblom hafði stórar hugsjónir um aukin kynni og samstarf milli kristinna manna í heiminum. Taldi hann að hinar lút- hersku þjóðkirkjur Norðurlanda ættu sakir guðfræðilegrar undirstöðu sinn- ar og samkristinna erfða lykilshlut- verki að gegna í þessu tilliti. Evrópa var sundruð eítir styrjaldarátökin. Norðurlöndin höfðu staðið utan þelrra átaka. Norrænu kirkjurnar höfðu að- stöðu til þess að koma á sambanai yfir landamæri styrjaldarþjóðanna og milli héraða ólíkra játninga. Biskupafundir Norðurlanda hafa ekki fengið slíka kirkjusögulega þýð- ingu, sem upphafsmennina kann að hafa dreymt um. En óneitanlega hafa þeir haft gildi, og það er áreiðanlega full eindrægni um að halda þessum hætti. Kirkjurnar eru skyldar, eins og 6

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.