Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 9

Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 9
allir vita, — geta margt hver af ann- arri lært og gera það og þurfa þess. Sá fundur, sem hér var haldinn þessu sinni, var hinn 18. í röðinni. Hann má teljast nokkur viðburður í íslenzkri kirkjusögu. Svo margir bisk- upar hafa aldrei komið hér saman áður. Fundurinn var allvel sóttur. Frá Danmörku komu allir biskupar nema einn, og eins var um norsku biskup- ana. Frá Finnlandi komu hlutfallslega margir, en tiltölulega fæstir komu frá Svíþjóð vegna forfalla. Á skrá, sem biskup lætur í té eru biskuparnir taldir sem hér segir: Dönsku biskuparnir voru þessir: Ole Bertelsen frá Kaupmannahöfn, J. B. Leer-Andersen frá Helsingjaeyri, Hans Kvist frá Hróarskeldu, Th. Græsholt frá Lálandi og Falstri, K. C. Holm frá Óðinsvéum, Th. Kragh frá Haderslev, H. Höjrup frá Árósum, Johs. W. Jacob- sen frá Viborg og Henrik Christiansen frá Álaborg. Þeir finnsku voru: Martti Simojoki erkibiskup fra Ábo, Hannes Leinonen frá Uleáborg, John Vikström frá Borgá, Aimo T. Nikolainen frá Helsingfors, Yrjö Sariola frá Lapua og Paavo Kortekangas frá Kuopio. Frá Noregi komu: Kristen Kyrre Bremer frá Tromsö, Bjarne Weider frá Bodö, Tord Godal frá Þrándheimi, Per Juvkam frá Björgvin, Georg Hille frá Hamri, Andreas Aarflot frá Fredrik- stad, Dagfinn Hauge frá Tönsberg, Erling Utnem frá Kristiansand og Kaare Stöylen frá Oslo. Frá Svíþjóð komu erkibiskupinn, Olof Sundby frá Uppsölum, Ragnar Askmark frá Linköping, Arne Palm- kvist frá Vásterás, Stig Hellsten frá Luleá, Bertil Werkström frá Hárnösand, Ingimar Ström frá Stocholm og Áke Kastlund frá Strángnás. Færeyjabiskup, Ejvind Vilhelm frá Þórshöfn kom, og loks sátu báðir ís- lenzku vígslubiskuparnir funainn. Þessir biskupafundir hafa ekki, segir biskup, fremur en norrænu prestafund- irnir, neina lögmæta stöðu. Þeir taka engar sameiginlegar ákvarðanir, sem séu á neinn veg bindandi fyrir við- komandi kirkjur. Reglan er sú, að þeir gera ekki ályktanir heldur. M. a. þess vegna hefur fréttamönnum þótt lítið fara fyrir þeim. Og það hefur einnig verið reglan ævinlega, að fundirnir væru ekki opnir öðrum en þátttak- endum — að frátöldum eiginkonum biskupanna en á tveimur síðustu fund- unum hafa þær verið viðstaddar um- ræður. Svo var í Finnlandi 1973 og nú voru þar allmargir áheyrendur á þess- um fundi hér í Reykjavík. Gildi þessara funda er það, fyrst og fremst, að mönnum gefist tækifæri til að bera saman bækur, ræða dagskrár- mál, sem fyrir liggja hverju sinni í sinn hóp, miðla af reynslu og þiggja ráð. Dagskráin var áhlaðin eins og ger- ist, og ýmis atriði, sem voru utan dagskrár, komu til viðbótar. Ég vissi fyrirfram, að gestirnir vildu gjarna kynnast íslenzku kirkjulífi. Flestir voru þeir að koma hingað í fyrsta skipti, þótt sumir hefðu komið áður, enginn þó oftar en Simojoki, finnski erki- biskupinn, sem hefur komið hér þrem sinnum. Með ágætri fyrirgreiðslu safn- aðanna hér í Reykjavík var kleift að kynna þessum gestum presta og safn- aðarleiðtoga. Það vakti ánægju. Við nutum gestrisni forseta, kirkjumálaráð- 7

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.