Kirkjuritið - 01.04.1977, Síða 15

Kirkjuritið - 01.04.1977, Síða 15
einu máli um það, að kristinn dómur sé trúarbrögð ,,kærleika“ og „mannúð- ar.“ Það kemur sér vel íyrir okkur, sem iifum í streitu, samkeppni og gleðivana hringekju hversdagslífsins, að sá dómstóll skuli vera til, þar sem ástúð ber sigurorð af ofríki og misk- unn af mannviti. Hversu margir eru það ekki, sem nota trúarbrögðin sem mót- vægi við myrkvaða önn dagsins? Mörg- um er frelsarinn blámóðukennd minn- ing frá bernsku, sem lýsir upp löng og leið fullorðinsár og getur jafnvel orðið eitthvert brof af veruleika, t. d. á jólunum. Hví höfum við svo miklar mætur á rithöfundi á borð við Wilhelm Raabe? Þessi höfundur lýsir veröld kvíða og tómleika. En samt koma fyrir hjá hon- um persónur, sem eru svo notalegar og fullar móðurlegrar umhyggju, eins og t. d. Claudine, móðirin í Abu Telfan, Schlotterbeck frænka í Der Hunger- pastor, gamla konan á heilsuhælinu í Der Schudderump og Phoebe í Unruh- ■gen Gásten. Það veitir huggun og styrk að vita, að slíkt fólk er til í þess- um heimi, sem er svo oft raunalegur, það hressir okkur að heyra rætt um þessar gæðamanneskjur, þessa sól- skinsbletti í eyðilegri heiði hverdags- lífsins. Svo er og um marga, að Jesús frá Nasaret er að sönnu ekki megin- staðreynd eða inntak lífs þeirra. En hann er þeim engu að síður huggun og raunabót, þótt ekki væri af öðru en því, að maður eins og hann skuli nokk- urn tíma hafa verið til. í eitt skipti dró þó lífsanda maður, sem elskaði. Einu sinni urðu draumar okkar og þrár hold í manni, sem bjó með okkur á jörðinni. En þessi glanspersóna, getin í draumi og fædd af óskhyggju, er alls ekki Jesús frá Nasaret. Hún er bara draumur, sem við vöknum af, loftbóla, sem verður að engu. í troðfullu loft- varnarbyrgi verður þessi mynd af Jesú að gagnslausri tilfinningasemi og getur skjótlega breyst í ömurlega ásýnd dauðans. i Ohlsdorfer-kirkjugarðinum í Hamborg er ógnarfagurt minnismerki, sem sýnir Karon, ferjumann á ánni Styx. Þar sjást líka þeir, sem hann er að ferja yfir hinn dökka straum dauðans til Hadesar; þeir stara fram fyrir sig örvæntingarfullu, vonlausu augnaráði. Hve oft lýsir ekki þessi mynd betur og sannar ástandi og af- stöðu mannsins en kross Nasareans gerir. En einmitt þess vegna heldur Jesús stöðugt áfram að toga okkur út úr þessum draumaheimi, sem við höfum sjálf búið okkur til. Af sömu ástæðu vill hann vera okkur ráðgáta öðrum þræði, svo að við hlustum betur eftir því, sem hann hefur að segja, móðg- umst jafnvel við hann. En með því að hlusta og móðgast á okkur að lærast að skilja betur þann leyndardóm, sem hann er. Augu okkar eiga að opnast, svo að við sjáum Jesú eins og hann er. En til þess að svo verði, þurfum við að undrast aftur og aftur, já, jafn- vel þarf okkur að hrylla við þessum Jesú, sem við höfum gælt við í draum- um okkar. Sérhver gáta, sem okkur tekst að ráða varðandi hann, færir okk- ur fjær okkur sjálfum og nær honum. En snúum okkur nú að því að fást við gátuna að baki dæmisögunni um kostn- aðinn af því að reisa turn. Reynum að komast að því, hvað felst í þessum 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.