Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 17

Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 17
hræra upp í samviskunni og svipta burt áhyggjuleysi sakleysisins. Það vill dálitla ögn af eilífðinni. En þó ekki svo mikið, að hún valdi óþarfa umróti í sál- inni eða valdi stefnubreytingu að marki. Og það er einmitt þessi eilífð- arögn, sem sviptir það sálarró. Sá, sem sífellt slær úr og í, vafrar aftur og fram milli Guðs og heims, vill bera kápuna á báðum öxlum, vera Ijóssins barn að hluta og þessa heims barn að hluta, sá maður er sem dæmdur til að vera óhamingjusamur. Eitt er nú það, að hann getur ekki lengur elskað, hatað, skemmt sér eða snuðað af öllu hjarta, því að innra nístir þessi áleitna spurning: „Hvar stendur þú og hverj- um augum lítur Guð allt bramboltið Þitt? Er það ekki hégóminn einber?“ Annað er hitt, að hann getur ekki verið heill í bæninni heldur eða fengið að kynnast algleymi samfélagsins við Guð eða smakka frið eilífðarinnar. Til Þess heldur hann of fast í veraldar- vafstrið. Meðan hann biður, er hann með hugann við verkið, sem hann ætl- ar að fara að vinna, áhyggjurnar af viðskiptunum herja á eða fundurinn, sem hann þarf að sækja það kvöldið. Svolítið af Guði og svolítið af eilífð- inni — slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, því að þá fer eitthvað úr lagi innra með mönnum, byrjar að naga °9 angra — og veldur eirðarleysi og óró. Ef við erum þannig aðeins hálf- kristin, hættir okkur til að öfunda þann náunga, sem er rakinn guðleysingi. Hann hefur nefnilega enga samvisku af Því að níða skóinn niður af óæskileg- um keppinaut. Hann hugsar ekki par um ástand bræðra okkar í austri, hugsar ekkert um hvernig hjálpa megi öðrum mönnum, hirðir ekkert um að láta þeim tíma eða fjármuni í té. Hann getur hórast og svikið undan skatti, án þess það kvelji samvisku hans telj- andi. En við, hinir hálf-kristnu, meg- um aftur á móti búa við hömlur og höft, auk vondrar samvisku. Við meg- um ekki lengur vera stórsyndarar, en við erum ekki heldur neinir dýrlingar, sem hafa fengið gleðina yfir friði við Guð í skiptum fyrir syndina. Við búum yfir hvorugu, — og í því er synd okkar fólgin. Hinir miklu guðfræðingar miðalda sögðu, að hálfkristni leiddi ætíð til hryggðar (acedia). Þeir töldu, að þegar við værum þunglynd, stafaði það af þessum tvíveðrungi í hjartanu. Aðeins þeir, sem heilir eru og óskiptir í af- stöðu sinni, fá notið gleði og ham- ingju. Þeir einir hafa nefnilega skýrt mark fyrir augum. Þeir eiga sér enda frelsara, sem gefst þeim allur og ó- skiptur. Þeim, sem óskar aðeins eftir svolitlu af Guði, verður hann hömiur, haft, sársauki. En sá, sem óskar eftir Guði af öllu hjarta, kemst að raun um, að Guð einn er uppspretta kraftarins, sem gefur manninum frelsi og dug. Hann fær að reyna, að fylgdin við Guð fær manninum mestrar gleði undir sól- unni, vegna þess að hann leysir líf mannsins frá öllu því, sem freistar, glepur og kvelur hina hálfvolgu, já, hrekur þá til og frá. Ef nokkur er sá, sem berst við drunga og deyfð, þreytu og þunglyndi, þá spyrji hann sjálfan sig, hvort ástæðan kunni ekki að vera tvíátta hugur, skipt hjarta. 15

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.