Kirkjuritið - 01.04.1977, Síða 18

Kirkjuritið - 01.04.1977, Síða 18
Við skiljum ef til vi11 nú, hvers vegna Jesús vill, að við gerum upp hug okk- ar á svo róttækan hátt. í fyrstu virðist þetta mjög harkalegt og ósanngjarnt. En þó er það ekki annað en strangleiki þess læknis, sem segir við sjúkling sinn: „Aðeins róttæk skurðaðgerð getur orðið þér til hjálp- ar. Ef ég sker ekki nógu djúpt nú, þá verður aðeins um tímabundinn bata að ræða, bráðabirgðalækningu, og eftir nokkrar vikur mun sjúkdómurinn taka sig upp að nýju, með endurnýj- uðum styrkleika.“ Krafa Jesú miðar sem sé að því að losa okkur við þenn- an tvíveðrung í hjartanu, þennan skipta hug. Hann segir: „Viljirðu fylgja mér, finnist þér í sannleika íylgdin við mig einhvers virði, þá verðurðu að gera róttæka breytingu á lífi þínu. Þá verð- urðu að segja skilið við margt af því, sem þú heldur nú dauðahaldi í. Ger- irðu þetta ekki, verðurðu eins og mað- ur, sem hefur hruflað sig á kristin- dóminum og sleikir nú sár sín. Þú hefðir þá betur verið hund-heiðinn áfram.“ Jesús vill eindregna afstöðu, enga hálfvelgju. Eða dettur nokkrum í hug, að hann hafi dáið á krossinum fyrir nokkrar smáskrámur eða fyrir gauraganginn í hinum borgaralega kristindómi? Hann vill vísa okkur aftur á brautina beinu, sem liggur til föðursins, svo að við getum á nýjan leik eignast skjól og frið við brjóst hans. Hann vill ekki þá, sem elta skottið á sjálfum sér. Honum eru þeir ekki að skapi, sem heimta hlutdeild með föðurnum, án þess að segja skilið við djöfulinn og hjakka því alltaf í sama farinu. Þegar því Jesús er svo strangur, sem hér er raunin, þá er það einskær náð hans, sem þannig birtist. Þegar hann tekur eitthvað frá okkur, þá er það af því að hann vill gefa okkur meira í staðinn, já, gefa okkur allt. Dragi nú þetta úr okkur allan kjark, svo að okkur verður að orði: „Fylgdin við þennan drottin mun kosta mig svo alvarlega aðgerð, svo róttæka lækn- ingu, að mér hrýs hugur við,“ þá er það hreint ekki svo fjarri sanni. Hvarfl- aði það einhvern tíma að okkur, að stórgrýtið í lífi okkar yrði fjarlægt með litla fingri einum? Þrátt íyrir sársauk- ann við aðgeröina, ættum við fremur að fagna og hlakka til gleðinnar, þeg- ar gall- og nýrnasteinar samvisku okkar verða fjarlægðir. Það hjálpar fólki ekkert, þótt það flykki sér um drottin. Það verður að gera það upp við sig, hvort það vill vera sannir lærisveinar, eða aðeins áhangendur og nafnkristnir. Hálfvolgir taglhnýtingar verða illa úti. Sveltur sitjandi kráka. Nú fer okkur kannski að skiljast, hvers vegna Jesús er svona strangur. Og samt erum við enn dálítið móðguð yfir því að hann skuli ganga svo langt að segja, að ,,ef einhver hatar ekki föður sinn og móður og konu og börn, og jafnvel sitt eigið líf, hann getur ekki verið lærisveinn minn.“ Hvernig getur sá, sem krefst þess að við elskum ó- vini okkar, jafnframt krafist þess, að við hötum okkar nánustu? Það er þetta ósamræmi, sem einmitt vekur athygli okkar, já, slær mjög svo í augun. Augljóslega ætlar Jesús að leggja afar mikla áherslu á það, sem fyrir honum vakir. Hann velur af ásettu ráði sterkt, klingjandi orð, orðið að 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.