Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 21

Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 21
GuSi í stað þess að færa okkur nær honum. Vísbendingu um þetta finnum við í sögunni af hinum tíu líkþráu. Jesús læknaði þá alia. Hreysti og heilbrigði eru líka gjafir Guðs. En fæstir þakka honum fyrir þær. Það þýðir, að þeim þykir vænna um heilsu sína en um frelsarann, sem hana gefur. Hann var ekki ofgóður til að lækna þá tíu. Þeir áttu við mikið böl að búa, og komu því hlaupandi á eftir honum, biðjandi um hjálp. Þeir eru of margir, sem biðja aldrei til Guðs, nema þegar syrtir í álinn. Þegar hagur strympu tekur að vænk- ast, hverfur bænarandinn eins og dögg fyrir sólu. Hvers vegna það? Vegna Þess að Guð er ekki annað en meðal til að ná takmarki. Þessir menn vilja komast lifandi úr loftárás, ganga heilir frá hættulegum uppskurði, standast próf, fá launahækkun. En þeir þakka Guði engu orði. Og þegar gleymist að þakka gjöf, þá er það af því að hún Þykir sjálf meira virði en gefandinn, Guð sjálfur. Þá er lífið, börnin, fram- inn dýrmætara en Guð. Ef þú verður slíks var í eigin barmi, staldraðu þá við og hugsaðu málið. Endurskoð- aðu afstöðu þína til þess, sem þú veist dýrmætast. Þú getur þurft að rífa úr þér augað og kasta því burt, ef augað hneykslar þig. En menn skyldu ekki einskorða sig við hina neikvæðu hlið þessa máls. Jesús er ætíð jákvæður. Hann tekur aldrei það, sem við unnum heitast, án Þess að skila okkur því aftur, endur- nýjuðu og umbreyttu. Þegar við slepp- um einhverju við Jesúm, tekur hann Það ekki frá okkur fyrir fullt og allt. Hins vegar getum við upp frá því elsk- að það „í Kristi," hvort sem það er fólk eða eitthvað annað. Þá bindumst við því á nýjan og jákvæðan hátt. Leyfið mér að skýra þetta, með því að taka dæmi af kveðjunni, sem sumir prédikarar senda áheyrendum sínum í upphafi máls: „Kæru vinir í Kristi.“ Sé þetta ekki innantómur vani, þá þýðir það eitthvað þessu líkt: „Ég stend hér prédikari frammi fyrir ykkur. Og þið megið trúa, að það gleður minn gamla Adam að standa í þessum veg- lega prédikunarstóli og að þið skuluð öll verða að hlusta á mig. Og á eftir er ekki að vita nema þið segið: „Var ekki góð hjá honum ræðan í dag.“ Það fellur mér vel, líka. Ég þekki fullvel sjálfan mig og hégómagirnd mína, og ég veit, að djöfullinn getur tekið kærleikann, sem ég ber til safn- aðarfólksins, sem mér er trúað fyrir, og eitrað hann og mengað, þannig að hann snúist upp í síngirni og hungur í viðurkenningu. Ég verð því sem préd- ikari að taka undir með Elíasi Schrenk og biðja í skrúðhúsinu á undan guðs- þjónustu: „Dreyp á mig blóði þínu, að óvinurinn fái ekki nálgast mig.“ i krafti og skjóli þessarar bænar, fer prédikarinn að líta söfnuðinn öðr- um augum. Hann hættir að hugsa um hann sem mismunandi hrifna „áheyr- endur“, en fer þess í stað að sjá í kirkjugestunum fólk, sem Jesús Kristur þjáðist og dó fyrir, fólk, sem frelsar- inn keypti dýru verði, þótt það sé þess ef til vill ekki meðvitandi sjálft. Og þá verður honum þetta efst í huga: Nú verður þú að hrópa til þessa fólks, skýrt og greinilega, svo að það skilji hvað er í húfi: að það kunni að stefna 19

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.