Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 23

Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 23
e'gið þið svo gott að hafa fyrir satt, að slíkur himnafaðir sé til.“ Já, öll viljum við eiga og þiggja 9iafirnar frá Jesú. En við fáum þær ekki, án krossins. Við verðum að segja skilið við ýmis- le9t, þótt við fáum það hundraðfalt aftur, sem við fórnum honum. En fyrst verðum við að vera reiðubúin að færa fórnir. Mitt í hinum kristna fögnuði hljómar þetta: Lætur hann lögmál byrst lemja og hræða. Eftir það fer hann fyrst að friða og græða. Fnð við Guð eignumst við aðeins á Vegi krossins. Aðeins sá, sem stend- ur stöðugur á þeim vegi, mun Ifta hina tómu gröf og dýrð páskanna. Við verðum að elska hinn krossfesta meira en gleðina, sem hann veitir. „Leitið fyrst ríkis Guðs, og þá mun allt þetta —friðuð samviska, konung- legt áhyggjuleysi og nýtt mat á fólki og fegurð veraldar — veitast yður að auki.“ Þá mun okkur upplúkast ný út- sýn yfir fugla himinsins, ský loftsins og vindana, sem blása. Jafnvel þeir, sem angra okkur, munu öðlast í augum okkar þá upphefð, sem Jesús gaf þeim þegar hann gekk í dauðann fyrir þá. Þar sem Kristur er konungur, er allt breytt. Augu sjá öðruvísi og hjörtu slá á nýjan hátt. Og þótt við förum um dimman dal, munum við heyra huggandi hirðisraust hans og finna fyrir höndinni hlýju, sem aldrei sleppir af okkur takinu, en ávallt heldur okkur uppi. Sr. Gunnar Björnsson snéri á ísiensku. 21

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.