Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 28

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 28
nefndi, að líta til mín. Þá sagði þessi sama kona við mig, þegar Elna Stenius var farin: ,,Ég öfunda ykkur báðar. Þið eigið eitthvað, sem okkur skortir". Það verður lítil þögn. Síðan segir Aili, eins og við sjálfa sig: — Þeim er svo í blóð borið að halda saman. Þegar ég hresstist, segir hún síðan, flutti ég til Elnu Steníus upp á Karmelfjall og sótti þaðan námskeiðið hjá dr. Christi. Af honum lærði ég býsna margt um gyðingdóminn. Hann hafði starfað sem kristniboði á vegum sama félags og systir Ester Juvelius. Mín vegna lengdi hann námskeiðið dálítið, því að hann hafði mikinn áhuga á að fræða mig. Ég vissi heldur meira um gyðingdóminn en hinir nemend- urnir. Loks gaf hann mér talsvert af minnisblöðum sínum og sagði, að ég gæti fengið það hjá sér, sem ég vildi af slíku og hefði þörf á. En ég þurfti nú ekki svo mjög á því að halda, því að ég átti aðgang að því í Jerúsalem meðal Gyðinga sjálfra. Gamall kristinn GySingur í Jerúsalem var gamall, kristinn Gyð- ingur, sem starfaði að kristniboði á eigin vegum. Hann geymdi fyrir mig pjönkur mínar, á meðan ég var í Haifa. Hann kunni 11 eða 12 tungumál og hafði málaskóla fyrir gyðingastúlkur. Þá var fátækt mikil og hörgull á at- vinnu, og stóðu þær þetur að vígi, ef þær lærðu ensku eða önnur mál. Ég kynntist þessum stúlkum hans og lét hann í Ijósi þá von, að ég tæki þær að mér, þegar hann féili frá. En þegaf þar að kom, var orðið svo margt 1 kring um mig, að ekki var á það bætandi. — Hvaðan var þessi maður? — Hann mun hafa verið upprunninn í einhverju leppríki Rússlands. Hann hafði gengið nærri því um þvera Evrópu og búið í Þýzkalandi um skeið- Hann hafði verið kvæntur maður, en þau hjón höfðu ekki átt börn, svo að þau tóku stúlkubarn í fóstur oQ ólu það upp sem eigið barn sitt. Stúlk' an vissi ekki, að þau voru ekki foi" eldrar hennar, en þegar hún var orð- in fimmtán, sextán ára sögðu þan henni allt af létta. Þá reiddist hún þeim svo, að hún fór að heiman, al' farin. Síðar kom hann svo til ísrael. Stúlk' 26

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.