Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 35

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 35
JÖHANNES SIGURÐSSON, prentari: Biblían hans ]óns Brandssonar Ég sat einn heima kvöld nokkurt og var að þýða kafla úr danskri bók. Það yar hlýtt og notalegt í stofunni minni. A,lt var kyrrt og hljótt. Ég var hug- fanginn af efninu, sem ég var að þýða, °g notaleg vellíðan fór um mig allan, Hkama og sál. í Þessum kafla bókarinnar var vísað íil margra ritningarstaða, sem ég fletti UPP jafnóðum í Biblíunni minni, þar á meðal Jes. 59,19, síðara hluta vers- 'ns, er hljóðar þannig í dönsku Biblí- nnni: ,,Nár Fjenden kommer som en F,od, skal Herrens Ánd opprette Ban- er imod ham.“ Ég hafði auðvitað flett UPP þessum stað í Biblíunni minni, en Þar stendur: ,,Því að hann brýzt fram, eins 0g í gijúfrum, er andgustur Drottins knýr áfram.“ Þetta var tölu- vert öðruvfsi, og féll ekki inn í efnið, svo ég var um stund ráðalaus. Þá datt mer i hug að fletta upp í Biblíunni hans Jóns Brandssonar. Biblían hans Jóns er Þykk bók í stóru kvartbroti, prentuð með gotnesku ,etri- Á titilblaðinu stendur: B I B L í A Það er öll HEILÖG RITNING ut9efin að tilhlutan Hins íslenzka Biblíufélags, 6. útgáfa. Selst óinn- bundin 3 rd. 48 sk. ríkism. Reykjavík 1859 Prentuð í Prentsm. íslands hjá E. Þórðars. Ég tók nú þessa bók, sem ég hafði ekki snert um langt skeið. Þegar ég fór að blaða í bókinni, veitti ég því eftirtekt, að víða var brotið blað og sums staðar krossað við einstök vers, en strikað undir önnur. Nú gleymdi ég stað og stund og því verki, sem ég var að vinna, en minningarnar streymdu fram í huga minn, fagr- ar minningar um mann, sem hafði átt þessa bók, Ijúfar endurminningar frá þeim tíma, er ég kynntist honum. Það er sólfagur sumardagur í júní- mánuði 1929. Ég er farþegi með strandferðaskipinu Esju. Við erum á leið inn Siglufjörð. Ég stend á þilfari og virði fyrir mér, með mikilli eftir- væntingu, kaupstaðinn, sem nú rís úr sæ, eftir því sem skipið nálgast. Þetta er ákvörðunarstaður farar minnar. Ég hef komið hér áður. Það var sumarið 1906, þá 14 ára unglingur, háseti á fiskiskipi. Skipstjóri var Hjalti Jónsson en skipið, sem var kútter, bar nafnið ,,Swift.“ Hjalti var meðeigandi í skip- inu, en félagar hans voru þeir Jes Zimsen kaupmaður og Þorsteinn Guð- mundsson yfirfiskmatsmaður. Erindið inn á fjörðinn var að ná í snjó í frysti skipsins. Við vorum á þorskaveiðum, en höfðum veitt í net nokkrar síldar til 33

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.