Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 36

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 36
beitu. Ennfremur vantaði okkur neyzlu- vatn. Þá var Siglufjörður örlítið þorp. Nú blasti við mér stór bær. Esja lagð- ist við festar á höfninni. Þá var engin hafskipabryggja þar. Að þessu sinni er ég ráðinn fiskimaður hjá allt ann- arri útgerð en í fyrra sinnið. Þá var Jes Zimsen útgerðarmaðurinn. Nú er það Drottinn Jesús, og netinu á ég að kasta meðal íslenzkra fiskimanna og annarra landa minna á þessum stað. Það hafði orðið samkomulag milli stjórnar Sjómannastofunnar í Reykja- vík og bæjarstjórnar Siglufjarðar að gjöra tilraun með sjómannastofu á Siglufirði um síldveiðitímann. Bæjar- stjórn Siglufjarðar ætlaði að sjá um húsnæði fyrir stofuna og greiða leigu fyrir það. Þessari stofu átti ég að veita forstöðu. Ekki get ég lýst tilfinningum mínum, er ég sté á land. Þær voru margvís- legar. Hér var ég algjörlega ókunnur. Kannaðist þó við einn mann, Tryggva Kristinsson, barnakennara og söng- stjóra við kirkjuna. Hann leitaði ég uppi, og reyndist hann mér hin bezta hjálparhella. Ég fékk ágætan stað fyrir starfið, fundarsal góðtemplarastúkunnar, sem hún notaði ekki um sumartímann. Hús- ið stóð á eyrinni, rétt hjá kirkjunni. Mjög ákjósanlegur staður, skammt fyr- ir ofan bátabryggjurnar. Það tók skamma stund að koma sér fyrir. Borð og stóla fékk ég hjá stúkunni. Og svo hófst starfið. Nú er það afar mikilsvert í sam- þandi við kristilegt sjómannastarf að halda uppi almennum, kristilegum samkomum. Þarna stóð kirkja rétt hjá og vel til þess fallin að hafa þar al- 34 mennar samkomur. Ég heimsótti þvi prestinn, síra Bjarna Þorsteinsson tón- skáld, og bað hann að lána mér kirkj- una á sunnudagskvöldum kl. 8.30. Ekkert var því til fyrirstöðu. Þá fór ég til Tryggva og bað hann að ann- ast hljóðfærasláttinn, og var það auð- sótt. Hann benti mér á að fara til manns nokkurs, að nafni Gunnlaugur Sigurðsson, og fá hann til þess að að- stoða, hann væri í söngkór kirkjunn- ar. Þessi maður tók mér ákaflega vel, og varð ég þess brátt áskynja, að hann hafði mikinn áhuga fyrir kristi- legu starfi, enda var hann útsölumað- ur Bjarma á Siglufirði. Hann ætlaði að sjá um, að eitthvað af söngfólki kæmi til að aðstoða við sönginn. Þá lá næst fyrir að „staur- setja“ fyrstu samkomuna, en svo nefndu Siglfirðingar það, er tilkynn- ingar voru festar upp á Ijósastaura bæjarins. Það var auglýsingaaðferð- in. Ég beið nú sunnudagsins með mik- illi eftirvæntingu og titrandi hjarta. Sunnudagurinn rann upp sólskins- bjartur og undrafagur. Logn var á, svo að ekki blakti hár á höfði. Allt vaf hljótt og kyrrt og friðsælt að morgni þessa Drottins dags. Um nóttina höfðu mörg fiskiskip komið inn, og lágu þau á höfninni. En ekki voru þau íslenzk- Þau voru norsk, finnsk, færeysk og sænsk fiskiskip. Fiskimenn þessara landa voru komnir í höfn til þess að halda sunnudaginn heilagan. Fiski- menn vorir voru á hafi úti. Á tilsettum tíma gekk ég út til kirkj- unnar. Ekki hafði ég búizt við mörgu fólki. Ég varð því ekki lítið undrandi að sjá kirkjuna alskipaða fólki, þar á J

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.