Kirkjuritið - 01.04.1977, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.04.1977, Qupperneq 36
beitu. Ennfremur vantaði okkur neyzlu- vatn. Þá var Siglufjörður örlítið þorp. Nú blasti við mér stór bær. Esja lagð- ist við festar á höfninni. Þá var engin hafskipabryggja þar. Að þessu sinni er ég ráðinn fiskimaður hjá allt ann- arri útgerð en í fyrra sinnið. Þá var Jes Zimsen útgerðarmaðurinn. Nú er það Drottinn Jesús, og netinu á ég að kasta meðal íslenzkra fiskimanna og annarra landa minna á þessum stað. Það hafði orðið samkomulag milli stjórnar Sjómannastofunnar í Reykja- vík og bæjarstjórnar Siglufjarðar að gjöra tilraun með sjómannastofu á Siglufirði um síldveiðitímann. Bæjar- stjórn Siglufjarðar ætlaði að sjá um húsnæði fyrir stofuna og greiða leigu fyrir það. Þessari stofu átti ég að veita forstöðu. Ekki get ég lýst tilfinningum mínum, er ég sté á land. Þær voru margvís- legar. Hér var ég algjörlega ókunnur. Kannaðist þó við einn mann, Tryggva Kristinsson, barnakennara og söng- stjóra við kirkjuna. Hann leitaði ég uppi, og reyndist hann mér hin bezta hjálparhella. Ég fékk ágætan stað fyrir starfið, fundarsal góðtemplarastúkunnar, sem hún notaði ekki um sumartímann. Hús- ið stóð á eyrinni, rétt hjá kirkjunni. Mjög ákjósanlegur staður, skammt fyr- ir ofan bátabryggjurnar. Það tók skamma stund að koma sér fyrir. Borð og stóla fékk ég hjá stúkunni. Og svo hófst starfið. Nú er það afar mikilsvert í sam- þandi við kristilegt sjómannastarf að halda uppi almennum, kristilegum samkomum. Þarna stóð kirkja rétt hjá og vel til þess fallin að hafa þar al- 34 mennar samkomur. Ég heimsótti þvi prestinn, síra Bjarna Þorsteinsson tón- skáld, og bað hann að lána mér kirkj- una á sunnudagskvöldum kl. 8.30. Ekkert var því til fyrirstöðu. Þá fór ég til Tryggva og bað hann að ann- ast hljóðfærasláttinn, og var það auð- sótt. Hann benti mér á að fara til manns nokkurs, að nafni Gunnlaugur Sigurðsson, og fá hann til þess að að- stoða, hann væri í söngkór kirkjunn- ar. Þessi maður tók mér ákaflega vel, og varð ég þess brátt áskynja, að hann hafði mikinn áhuga fyrir kristi- legu starfi, enda var hann útsölumað- ur Bjarma á Siglufirði. Hann ætlaði að sjá um, að eitthvað af söngfólki kæmi til að aðstoða við sönginn. Þá lá næst fyrir að „staur- setja“ fyrstu samkomuna, en svo nefndu Siglfirðingar það, er tilkynn- ingar voru festar upp á Ijósastaura bæjarins. Það var auglýsingaaðferð- in. Ég beið nú sunnudagsins með mik- illi eftirvæntingu og titrandi hjarta. Sunnudagurinn rann upp sólskins- bjartur og undrafagur. Logn var á, svo að ekki blakti hár á höfði. Allt vaf hljótt og kyrrt og friðsælt að morgni þessa Drottins dags. Um nóttina höfðu mörg fiskiskip komið inn, og lágu þau á höfninni. En ekki voru þau íslenzk- Þau voru norsk, finnsk, færeysk og sænsk fiskiskip. Fiskimenn þessara landa voru komnir í höfn til þess að halda sunnudaginn heilagan. Fiski- menn vorir voru á hafi úti. Á tilsettum tíma gekk ég út til kirkj- unnar. Ekki hafði ég búizt við mörgu fólki. Ég varð því ekki lítið undrandi að sjá kirkjuna alskipaða fólki, þar á J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.