Kirkjuritið - 01.04.1977, Síða 54

Kirkjuritið - 01.04.1977, Síða 54
í Þýzkalandi, enda vegnaði Gyðingum miklu betur þar en í Ungverjalandi. Þetta gat verið rétt þá, snemma hausts 1931, en hálfu öðru ári síðar, vorið 1933, var það alls ekki reyndin. i mörgum samtölum, einnig í sam- bandi við þing þau, sem ég neíndi, lét Johnson í Ijós þá skoðun, að þýzk- ir Gyðingar hefðu forustuhlutverki að gegna í gyðingdómnum, því að and- stæðna í andlegum efnum gætti fyrst og fremst meðal þeirra. Ekkert þótti mér eins íhugunarvert og orð hans um skírnina. Hann taldi, að margir kristniboðar meðal Gyðinga og einnig kristniboðsfélög væru of fljót á sér að skíra. Einmitt þetta gæti skaðað álit kristniboðsins. Það væri lúthersk afstaða að geta frestað skirn. A3 störfum á stríðstímum Ég fór frá Búdapest í október 1931 og sá Johnson ekki aftur. En við héld- um áfram að skrifast á. Sumarið 1932 skrifaði hann mér, að sundurþykki hefði komið upp í Félagi Gyðinga, sem trúðu á Krist. Frá 1933 urðum við að vera gætnir í bréfaskriftum okkar, enda urðu allir þeir, sem voru í þjón- ustu kirkjunnar, að vera við því búnir, að leynilögregla ríkisins (Gestpo) fylgdist með pósti þeirra, einkum bréf- um til og frá útlöndum. Ég hlýt að líta á það sem hreint kraftaverk, að ég var aldrei kallaður fyrir rétt hjá Gestapó. Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út, hættum við alveg að skrifast á. Ég gat raunar stundað prestsþjónustu allt fram í maí 1941, en hafði fleiri hnöppum að hneppa en venjulega vegna aukastarfa fyrir aöra presta í mörgum söfnuðum- Svo var ég kvaddur í herinn. En mér varð oft hugsað til Johnsons, og ég spurði sjálfan mig, hvort hann gæti yfirleitt haft samband við heimaland sitt frá Búdapest, eftir að þýzkar her- sveitir höfðu lagt Noreg undir sig. Rússneskar hersveitir ruddust inn í Ungverjaland veturinn 1944—45, og þá hugsaði ég: Hvernig mun Johnson farnast? Þá hafði ég ekki fremur en aðrir haft neinar spurnir af brott- flutningi Gyðinga frá Ungverjalandi, og þó varð ég að gera ráð fyrir þeim flutningum. Ég gat nú aftur verið í söfnuði mín- um frá því í ágúst 1945, og gömW vinir gyðingatrúboðsins gátu endur- nýjað fyrri tengsl sín á milli. Þá var frá því greint á samkomu á heimili dr. von Harlings kristniboðsstjóra, > Everson á Luneborgarheiði, en þar hafði hann setzt að á gamals aldri, að Johnson hefði andazt, þegar setið var um Búdapest. Það kom þó síðar í Ijós að hann hafði lifað umsátrið af, að kalla mátti, en áreynsian hafði orðið honum um megn. Hann dó 1. janúar 1946. Mér auönaðist að koma enn eina sinni til Búdapest eftir 44 ár, í sept' ember 1975, og dveljast þar fjóra daga- Þá hefði ég haft hug á að vitja grafar Johnsons, en mér hafði verið tjáð áð- ur, að nú vissi enginn, hvar hún væri- Þó urðu margar minningar frá árinú 1931 aftur lifandi fyrir mér, einkum 3 stöðum, sem hann hafði sýnt mér oð þar sem við höfðum dvalizt samam Hljóðlát spurning tengist þessum 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.