Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 76

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 76
Hér verður einkum fjallað um það form heimaguðfræðinnar, sem birtist þegar kirkjan býr í nánu sambýli við önnur trúarbrögð. Sambúð kristindóms við önnur trú- arbrögð er mál, sem fjallað er um í vaxandi mæli innan Heimsráðs kirkna. Á það sér sínar margvíslegustu or- sakir. i fyrsta lagi búa margar kirkjur, einkum í þriðja heiminum, í nánu sam- býli við önnur trúarbrögð og eru þá sjálfkrafa knúðar til samskipta við fólk af þessum trúarbrögðum, og þar með til beinna samskipta við heims-, lífs- og guðsmynd annarra trúar- bragða og hugmyndakerfa. i öðru lagi flytzt fólk annarra trúarbragða í sí- vaxandi mæli til hinna kristnu vestur- landa. i Þýzkalandi er um ein milljón tyrkneskra verkamanna, sem yfirleitt eru múhameðstrúar, í Englandi eru hundruð þúsunda múhameðskra inn- flytjenda, í Bandaríkjunum eru ótaldar milljónir fólks af ólíkustu trúarbrögð- um og þannig mætti lengi telja. i þriðja lagi hefur hinn vestræni, kristni heimur vaknað til nýrrar vitundar í kjölfar tæknibyltingarinnar þess eðlis, að honum beri að hafa forystu um samræmdar aðgerðir í þeim fjölbreyti- legu málum, sem kalla á samræmdar aðgerðir allrar heimsbyggðarinnar (friðarmál, efnahagsmál, mengunar- mál o. s. frv.) — og hefur þetta við- horf ekki hvað sízt komið frá hinum kristnu kirkjum. Kallar þetta á náið og gott samstarf allra þjóða heimsins. Forsendur slíks samstarfs eru, að for- dómar séu brotnir niður og skilningur milli þjóða, trúarbragða, stjórnmála- kerfa o. s. frv. aukinn. Byggir þetta viðhorf á þeim kristna heimsskilningi, að maðurinn sé ráðsmaður sköpunar- verksins og honum beri að varðveita það. i fjórða lagi koma breytt viðhorf til kristniboðsins. Mynd þess hefur gjörbreytzt á síðustu árum bæði í hin- um vestræna heimi og í þriðja heim- inum og mætti vænta enn frekari breytinga á næstu árum. Þessi atriði og fleiri, hvetja kristna guðfræði til að endurskoða margt í sínum arfi. Hér er beint óíal spurn- ingum til guðfræðinnar. Einn þeirra manna, sem hvað mest hefur fengizt við þetta vandamál er indverski, orþódoxi biskupinn Paulos Gregorios, sem áður gekk undir nafn- inu Paul Verghese. Hér verður stuðzt við fyrirlestur Gregoriosar, einnig rit- gerðir hans og persónuleg kynni. 6. „Dialog“ — „Trilog“ ,,Dialog“ (samtal) er það tæknileg8 orð, sem notað er yfir viðræður miH1 kristinna guðfræðinga og fulltrúa ann- arra trúarbragða eða heimspekikerf3 (t. d. kommúnisma). Allt frá allsherjar' þingi Heimsráðsins í Nýju Delhi, hefur dialog verið fyrirferðarmikið oð umdeilt fyrirbæri í starfsemi HeimS' ráðsins. Á þingi Ráðsins í Nairobi 1 desember 1975 var einnig fjallað nn1 mál þetta. Þegar skýrsla um það má1 er könnuð (Sjá: Bericht aus Nairob1’ Frankfurt, 1976) kemur í Ijós, að harla lítið hefur þokazt frá urnræðunum 1 Uppsala 1968 þrátt fyrir margar ráð' stefnur milli þinga. Engu að síður hefur Ráðið gengizt fyrir dialog mil1' kristinna guðfræðinga og marxistískr0 heimspekinga og hefur verið gefin ut 74

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.