Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 12
98 STEFÁN BÓNDI Á MUNKAÞVERÁ N. Kv. sennilega ai' ætt Arnfinns Jónssonar sýslu- manns í Eyjafirði, þó að það verði nú ekki rakið með vissu. Jón hreppstjóri Jónsson bar að flestu leyti höfuð og lierðar yfir aðra samtímamenn sína í Eyjafirði. Hann var skarpvitur maður og fylginn sér, lögvitur í bezta lagi, svo að hann var iðulega fenginn til að flytja eða verja mál fyrir dómstólum, skáldmæltur og hafði víðtækan áhuga fyrir landsmálum. Lagði Iiann grundvöllinn að þeim mikla og góða bókakosti, sem saman er kominn á Munka|)verá. Jón a!jrni. fékk síðar umboð Þingeyraklausturs og andaðist á Árbakka 22. jan. 1859. Kona hans var: Þorgerður Jónsdóttir, bónda í Lögmannshlíð, Jónsson- ar. Hún var systir Stefáns alþm. á Steinsstöð- um og Ólafs hreppstjóra á Stokkahlöðum og var lærð yfirsetukona. Jón, sonur Jreirra, faðir Stefáns, lærði fyrst söðlasmíði, en hóf svo búskap á Munkaþverá 1847, fyrst í tví- býli við föður sinn. Fyrri kona hans var Kristína Sigurbjörg Jakobsdóttir, bónda á Eyrarlandi Þorvaldssonar, en hún andaðist eftir stutta sambúð. Jón Jónsson yngri var mjög fenginn fyrir alls konar J^jóðlegan fróðleik og var vel viti borinn, þótt hann væri annars fremur dul- ur og fáskiptinn í skapi, og skipti sér minna af opinberum málurn en faðir Iians. Hið sama má segja um seinni konu hans, Þór- eyju, móður Stefáns. Hún var vinsæl kona og hjartahlý, fróð og langminnug. Bjuggu foreldrar Stefáns rausnarbúi á Munkaþverá meir en hálfrar aldar skeið og höfðu f jölda manns í heimili. Þá var Munkaþverá mið- stöð alls samkvæmislífs í Öngulsstaða- hreppi. Húsakynni voru þar firnamikil í gömlum stíl, allt frá dögum Sveins lög- manns Sölvasonar, enda höfðu lengst af, allt frá siðbót, búið á Munkaþverá miklir höfð- ingjar og auðugir, en í tíð klaustursins hafði verið þar, eins og kunnugt er, mikið fræða- og menntasetur, og staðurinn einn hinn auðugasti á landinu. í þessu andrúmslofti sögulegra minja og fræðiiðkana ólst Stefán upp og hneigðist hugur lians fljótt í þá átt. Fróðleikslöngun hans varð snemma mikil, enda létu foreldr- ar hans sér umhugað um að afla sonum sín- um menntunar, bæði með Jrví að halda heimiliskennara, meira en almennt gerðist, og með öðru móti. Árið 1883 fór Stefán 17 ára gamall í Möðruvallaskólann, sem þá var nýlega settur á stofn og dvaldist þar þrjá vetur. Hafði sá skóli furðumikil menn- ingaráhrif á sínum tíma og átti drjúgan þátt í því að efla nentendur sína til atorku og manndóms, enda störfuðu við hann ýmsir ágætir menn. Næstu árin á eftir mun Stefán eitthvað hafa fengizt við barna- og ungl- ingakennslu, en nú tók hugur hans mjög að hneigjast til utanferðar. Vesturferðir héðan úr Eyjafirði voru í algleymingi á árunum 1875—1890. Tveir eldri bræður Stefáns lröfðu flutzt alfari vest- ur um haf með fyrsta stóra landnemahópn- um vorið 1875, meðan hann var enn barn að aldri og hafði farnazt vel í hinni nýju heimsálfu. Fýsti nú Stefán einnig að fara og kanna hinn nýja heim og sjá siðu ókunn- ugra þjóða. Hann lagði af stað frá Akur- eyri sumarið 1890, að nýafstaðinni Þúsund- ára minningarhátíð Eyfirðinga, og varð vel reiðfara vestur uni haf. Lagði hann leið sína alla leið vestur til Grand Forks í Norður-Dakotafylki, til Jóns bróður síns, sem þangað var þá fluttur frá Nýja-íslandi og lagði stund á húsasmíðar jrar í bænurn. Mun Stefán lengst af hafa verið heimilis- fastur hjá Jóni, en þó eitthvað hjá Jakob bróður sínum, sem var bóndi í Pembína. Frá Jreim bræðrum er komið margt gervi- legt fólk í Vesturheimi. Oft vann Stefán þó hjá innlendum mönnum margháttuð störf og kynntist þjóðlífinu vestra eftir föngum. Meðal annars fór hann á heims- sýninguna miklu í Chicago árið 1893, og ritaði hann grein um þessa för fimmtíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.