Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 21
N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 107 þori ekki að taka lúðurinn og leika á hann, því að þá mundi ég vekja Mettu og trufla þig við verk þitt. En þegar ég að lokum er orðinn reglulega töfraður í sál og lrjarta af hamingju minni, get ég ekki setið kyrr. Ég fer þá út á svalirnar og syng, en svo lágt, að ■enginn getur heyrt til mín — ekki einu sinni Glorius trésmiður. . . . Á sumrin sjást ekki fleiri stjörnur á himninum, en að hægt er að telja þær — og á meðan ég geng þarna frani og aftur í einverunni, er ég vanur að gefa þeim nöfn okkar þriggja. Hann vafði kápunni þétt að sér. — Góða nótt, meistari! sagði hann svo. — Ég sé, að ég trufla þig með rausi mínu, og að þú helzt villt vera laus við mig. — Þannig var það ekki áður. — Þegar Bengt var farinn út, greip meistari Andreas vatnskrukkuna af hillunni og teyg- aði eins og maður, sem þjáist af hitasótt. Að því loknu breiddi hann dökka tjaldið var- lega yfir riddarann ]íka og settist á gólfið í þungum hugsunum. Þannig sat hann, þang- að til hann sofnaði upp við fótstall skurð- rnynda sinna. III. Eftirfarandi daga lét Bengt næstum því aldrei sjá sig lieima í garði sínum. — Eitt kveld, þegar hann í staðinn fyrir að fara heim frá dansleikjunum hjá herra Steini Sture, settist að í „Ráðskjallaranum", sneri meistari Andreas sér að Mettu, þar sem þau sátu tvö ein að kveldverðinum: — Metta, sagði hann — það er ekki leng- ur jafn hugljúft að dvelja hjá ykkur og áð- ur var. Það er eins og einhver skuggi hafi fallið á samlíf ykkur Bengts. Og gagnvart mér er hann heldur ekki sami maður og hann var. — Hvað er Jrað, sem komið hefir fyrir? — En hvað þú hlýtur að skilja karlmenn- ina illa, svo vitur, sem þú nú annars ert, meistari, svaraði hún og studdi olnbogun- um á borðið og höndunum undir Iiökuna. — Ég er þreytt, Jrreytt, þreytt! Mætti ólán koma yfir þann, sem dirfist að troða mig undir fótum! — Er það Bengt, sem Jrti átt við? — Það er Bengt. Meistari Andreas strauk með föðurlegri ástúð yfir hár hennar. — Svona, Metta, sagði hann. — Talaðu nú- lneinskilnislega \ið mig. Hefi ég nokk- urn tíma gleyrnt mér gagnvart þér eða mis- notað vináttu þína? Sýndu nú, að þú álítir ntig trausts þíns verðan. — Þú skilur ekki karlmennina — segi ég, svaraði hún. — Síðan jui hættir að hrósa mér og hylla mig frammi fyrir öllum borgar- lýðnum, sér Bengt ekkert hjá mér annað en alls konar galla og ávirðingar. — Vill hann þá, sagði meistari Andreas, að við öll þrjú steypum okkur beint í glöt- unina einungis til að seðja hégómagirnd hans? Mér þótti ráðlegast að snúa við og halda ekki lengra, þegar ég fann, að jörðin tók að brenna. Me.tta svaraði: — Þegar hann heyrir alla tala um, að ég sé væn kona og fögur, ge-tur hann ekki haft af mér aug.un — og þá heyri ég hann ganga um á nóttunni og syngja um ást sína og hamingju. Nú Jrar á móti finnst honum, að ég sé ekkert annað en leikbrúða, sem menn fljótt verði leiðir á og fleygi til hliðar. Ég get ekki lengur alið hlýjar tilfinningar í brjósti til manns, sem engar slíkar kenndir hefir gagnvart mér. Á skemmri stundu, en ég þarf til að segja Jrað, botnfrýs hjarta mitt fyrir einu köldu augnatilliti. . . . Svona er ég gerð. . . . Hann hefir troðið mig undir fótum — og nú þrái ég ekki annað en að gjalda líku líkt. — Nú skil ég, að óhamingjan er kom- in. . .. — En Jrú skilur ekki karlmennina — það segi ég þér enn — og í síðasta sinn, mælti hún. Hann þráir að sjá þig þjást af ást til eiginkonu sinnar — og Itennar vegna vill 14*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.