Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 24
110
SÆNSKIR HÖFÐINGJAR
N. Kv-
hennar, og það heyrðist lágur niður af að-
dáun meðal áhorfendanna: Aldrei hafði
neinn í löndum Svíþjóðar séð dýrlegra lista-
verk — og aldrei nokkurt verk, sem jafnast
gæti á við það í hreinleika og fegurð.
Bengt flýtti sér upp að íbúðarhúsinu til
þess að kalla á Mettu. En hún hafði sofið
fram á hábjartan dag og sat nú uppi í svala-
ganginum, grábleik með úfið og ógreitt hár.
Hún leit ekki við lionum, en kroppaði með
nöglunum í stólpana, þar sem þeir voru
orðnir feysknir af vindi og veðrum. —
Bengt tyllti sér á tá, seildist upp til hennar
og klappaði á hönd hennar.
— Þú skalt ekki vera mér gröm, elsku
hjartað mitt, sagði hann, þótt ég hafi verið
undarlegur og í þungu skapi undanfarið, ég
veit ekki sjálfur af hverju það hefir stafað.
Láttu það nú allt vera gleymt, og komdu
niður í sjóbúðina og stattu sem fyrirmynd
hjá meistaranum. Mynd kóngsdótturinnar
er eins og þú — alveg lífs-lifandi! og ég er
sæll og stoltur yfir að vita, að það er mvnd
þín. En allra glaðastur er ég þó í meðvit-
undinni um, að það eru hinar heiðarlegu
liendur meistara Andresar, sem skapað liafa
þetta listaverk, því að ég elska hann eins og
hann væri faðir minn og bróðir — hvoru
tveggja í einu.
Metta sat hreyfingarlaus, en hann greip
hönd hennar og hélt áfram að tala:
— Búðu þig nú, Metta, farðu í sunnu-
dagafötin þín og settu á þig hálsfesti. Og
segðu svo stúlkunum að flytja borðið og
bekkina út á grasflötina og bera þar á borð
fyrir gesti okkar. Nú skulum við sannarlega
heiðra meistarann. Heiðurssessinn á milli
okkar skal hann skipa!
— Gæti ég aðeins einu sinni enn á æv-
inni orðið eins hamingjusöm og ég var, þeg-
ar ég fluttist hingað í garðinn, sagði Metta.
— Nú er þunglyndiskast í þér, Metta,
sagði Bengt, því að þú ert aldrei eins nema
litla stund í einu. Þú ert eins og gimsteinn-
inn, síbreytileg, eftir því, hvernig ljósið
leikur um hann. Skiptu því skapi einu sinni.
enn og láttu ljósið endurspeglast!
— Þetta segir þú alveg satt! hrópaði hún...
Ég er síbreytiieg — og nú vil ég vera glöð,
glöð, glöð!
Hún opnaði kistur og skápa, og allt, seru;
hún átti bezt til skarts, tók hún fram. Þegar
hún stóð alklædd í hátíðabúningi sínum,.
kom Bengt, lét á hana hálsfestina og kysstí
hana.
Hún tók dansspor, þegar hann leiddí
hana niður tröppurnar. Og úti í garðinum
hjálpaði hún til með að koma borðunum
fyrir, og hún fléttaði blómsturkrans og lagði
utanum hvern disk. Að því loknu fór hún
sjálf og sótti alla gestina, og meistara.
Andreas lét hún setjast við hlið sér. Þegar
hún nú bauð honum vín úr könnunni, varð-
hann líka gripinn af gáska hennar. Hann
stökk upp á bekkinn, þrýsti bikarnum að
hjartanu og hélt ræðu um hina endur-
fundnu Paradís og um sólargeislana, sem'
endui'spegluðust eins og titrandi spöng
milli kaupmannaskútnannaávatninu.Hann
fékk ómótstæðilega löngun til að gera gys að
hættunni á sama hátt og skálkur, sem leggur
land undir fót, en stanzar undir gálganumi
og hnýtir hnúta á snöruna.
— Það er aðeins eitt, sem hér vantarl
hrópaði hann.
H1 jóðfæraleikararnir urðu forvitnir, þeir
kipptu í ermi hans og spurðu:
— Og hvað er það, meistari?
— Gorius trésmiður!
— Ha, ha, ha. Já! Gorius trésmiður væri
einmitt falleg perla að tengja inn í festina,
hlógu þeir.
— Þið hefðuð átt að koma með hann líka,
svo að dagsbirtan gæti einu sinni skinið í
augun á honum. Og svo hefði ég getað sýnt
honum, hvernig farið er að því að fullgera
mynd jómfrúarinnar!
— Varaðu þig, meistari, sögðu hinir gest-
irnir. — Hann er hættulegur maður. Hon-
um þarf enginn að bjóða. Áður en dagur er