Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 48

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 48
134 VITASTÍGURINN N. Kv,. ,,Já, hér er dásamlega dýiðlegt, frú Bram- er.“ „En að hugsa sér að vera hér eins og í fangelsi, alla ævi,“ sagði hún. „Hvað er lífið, frú mín góð? Áður en var- ir, er því lokið.“ „Áður en varir,“ tautaði hún. „Sjáið þér froðuflekkina þarna niðri á víkinni? Ætli rnaður að grípa þá með hönd- unum, eru þeir óðar horfnir; en niðri á botni eru ef til vill fáeinar skeljar með skín- andi fallegum, hvítum perlum, sem bíða þess að verða dregnar upp einn góðan veð- urdag og fá að blika og ljóma í sólskininu." „Við hvað eigið þér með þessu?“ spurði hún. „Þær eru eins og góðverkin í lífi voru, þær hverfa ekki eins og sjávarfroðan." „Þér talið alveg eins og prestur, eða rétt- ara sagt, eins og heimspekingur," sagði hún og brosti til hans. „O, jæja, ég er sennilega orðinn dálítið sérvitur af að labba um hérna uppi í ein- verunni í öll þessi ár. Á löngu næturvökun- um verður maður annað livort að spjalla við sjálfan sig, eða þá við. . . . Drottinn.“ Þau sátu lengi og spjölluðu saman. Smám saman féll.ró og kyrrð á hana, og hún trúði honum fyrir áhyggjum sínum og þjáning- um. Þetta kom eins og sjálfkrafa og óvænt eðlilega, að hún fékk hiklaust traust á þess- um rólega, hljóðláta manni---------. Hann fylgdi herini ofan stigann. Er þau komu ofan í stofuna, bað hún um að fá að setjast niður og þrýsti hendinni að brjósti sér. Hann studdi hana til sætis í legubekkn- um. „Eruð þér veikar, frú Bramer?“ spurði hann og lagði svæfil að baki henanr. „Nei,“ sagði hún veikróma, „en mér hefir skjátlast---mér hefir skjátlast svo------.“ Höfuð hennar hneig niður á brjóstið. Frú Eleónóra Bramer var látin. Um kvöldið kom Sylvester og bar látna konu sína ofan ,;Vitastíginn“, og síðan ók. hann henni í síðasta sinn heim að Bjarka- setri, en fánar bæjarins voru dregnir niður í hálfa stöng, hver af öðrum. Það hafði bor- izt eins og eldur í sinu um allan bæinn, að frú Bramer hefði dáið af hjartaslagi uppi í vita. Og nú mættust hugir allra bæjarbúa sem snöggvast í sameiginlegri minningar- hátíð. En í livert sinn, sem Sylvester lagði ný blónr á gröf henanr, tautaði hann lágt við sjálfan sig: „Hún nreinti það samt vel.“ Uppi í turninum sátu þeir saman eitt lognbjart haustkvöld, Adam og Gottlieb, og brutu heilann um lreimspekilegar örlaga- gátur og önnur rök lífsins. Þeir voru sam- rnála unr það, að báðir hefðu þeir sloppið furðulega vel í gegnum lífið, og miklu bet- ur en þeir raunverulega ættu skilið. „Hö-hö, — þú hefir átt það skilið, Adam! Þú hefir verið mesti drengur alla ævi, alveg ótrúlega — en að ég skuli lrafa konrizt heill á hófi hingað til, það er blátt áfranr krafta- verk.“ „O, ætli að Sören gení og Auróra t. d. hafi nú ekki stutt dálítið upp undir,“ sagði Adam hlýlega og brosti. „Það er einskis virði, skal ég segja þér, — nei, vinur sæll, Drottinn heimtar nú víst meira en þess háttar smámuni." „Það er ekki vörumagnið, senr um er að ræða, Gottlieb, heldur vörugæðin,“ sagðr Adam. „Hö-lrö-hö, guð konri til unr vörugæðin! En ég hefi nú gert, eins og ég gat bezt og hafði vit á.“ Fía kom í þessu með bakka. Hún rak hann ofurlítið í handriðið, svo að glanrraði í glösunum. „Nú lrringir Fía til aftansöngs, lrö-lrö,“ sagði Gottlieb og opnaði fyrir henni. Síðan brugguðu vinirnir tveir sér dökkbrúnt rommtoddý og drukku skál Fíu. Skömmu síðar fór Adam að fága stóru

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.