Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Síða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Síða 38
124 VITASTÍGURINN N. Kv. Sylvester og lagði höndina á öxlina á hon- um. „Eigirdega hefði ég nú ekki átt að taka þátt í þessum gamanleik. en sem belgfleg- inn og úttroðinn-------.“ „Þegiðu nú og geymdu þér allar útskýr- ingar, Gottlieb; — þú ert hér sem frændi allrar fjölskyldunnar!“ Gottlieb rumdi ánægjulega, því að svona „farsælli rás viðburðanna" hafði hann ekki dreymt fyrir. Allt í einu 1 itaðist hann um: „En hvar er Jens herramáður? Hö-hö-hö, hann hefir máske lagt sér til ýmsar þeirra dyggða, sem frænda hans skortir svo alger- lega, svo sem: lítillæti, hófsemi og gætni? — er það ekki satt, Nóra?“ spurði hann spaug- andi. „Við skulum vona það, Gottlieb,“ svar- aði hún og gaf Jens merki um að koma. Jens var með öllu óvanur slíkum fjöl- skylduviðburðum og hafði því dregið sig í hlé eftir beztu getu.... Stofuþernan kom nú inn og tilkynnti, að miðdegisverðurinn væri á borð borinn. Hinum stóru eikarhurðum borðstofunnar var nú lokið upp. Sylvester leiddi tengda- dóttur sína til borðs, og frú Bramer son sinn. Gottlieb gekk aleinn á eftir. Hann humraði og smáhneggjaði í sífellu og sagði við sjálfan sig: „Þetta er svei mér sú hláleg- asta skrúðganga, sem ég hefi séð og tekið þátt í á ævinni, hö-hö-hö!“ VIII. Fía var alveg veik af forvitni um að frétta, hvernig innreið Auróru á Bjarkasetur hefði farið fram og tekizt. Tvo morgna í röð hafði hún hlaupið ofan til Roosevelts til að spyrjast fyrir, hvort hann hefði ekkert frétt. En stráksskömmin sneri öllu upp í glens og gaman. Og ívarsen hló auðvitað og skemmti sér vel, þegar Roosevelt hermdi eftir frú Bramer. Það mátti telja sjálfsagt, að Stolz-fjöl- skyldunni mundi verða boðið til Bjarkaset- urs einhvern daginn; en hvenær? Nú voru liðnar nærri fjórar vikur frá brúðkaupinu, svo að heimboðs gat verið von á hverri stundu. Fía hélt því fast fram, að Adam yrði að útvega sér ný kjólföt; en því þver- neitaði hann ákveðið: Vildu þau ekki sætti sig við hann í gamla lafafrakkanum, þá gætu þau fengið að vera án hans. Og þar við sat. í kassa uppi á lofti hafði lengi legið svart- ur rósasilki-kjóll eftir móður Adams, kommandör-frú Stolz, og nú Iiafði Fía tek- ið hann frarn. Hann mátaði henni, eins og hann hefði verið saumaður handa henni, og þegar búið var að taka af honum slóðann, var hann í alla staði hinn prýðilegasti. Hún hafði að þessu sinni orðið að brjóta odd af oflæti sínu og fara á fund bakarafrúat Sönniksen, sem var vel að sér í kjólasaum, og fá hana til að hjálpa sér með kjólinn. Loksins konr heimboðið til „miðdegis- verðar næstkomandi sunnudag kl. 6“. Fíu virtist það heldur en ekki hlálega valinn tínri til miðdegisverðar; en hún sagði samt ekkert um það. Þetta var sennilega fínt og fyrirmannlegt. Nú auðnaðist Fíu að lifa hinn mikla, langþráða dag. Þau Adam voru sótt að ferjustaðnum í gamla skyggnisvagninum á; Bjarkasetri. Fía var mjög hreykin bæði af skrauthatti sínum og silkikjólnum, sérstak- lega af kjólnum. Áður en hún steig upp í vagninn, burstaði hún sætið og þurrkaði vandlega; en þá varð Jón gamli ökumaður gramur og sagði, að vagninn væri hreinn, Fía lét, sem liún heyrði það ekki, þreif frakkann, sem Adam bar á handlegg sér, og settist á hann. Hvað sem öllu öðru liði, mátti ekki sjást á rósasilki-kjólnum. Síðan hallaði hún sér makindalega aftur á bak í sætið og kinkaði brosandi kolli til allra þeirra, sem þau mættu á leiðinni. Henní fannst hún nú vera drottingajafni. „Er ekki skemmtilegt að teljast einu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.