Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Page 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Page 13
N. Kv. STEFÁN BÓNDI Á MUNKAÞVERÁ 99 árum seinna í Lesbók Morgunblaðsins, skömmu áður en hann andaðist. Alls mun Stefán hafa dvalið fjögur og hálft ár í Vesturheimi os: kom heim aftur árið O 1895. Varð för þessi hin afdrifaríkasta fyrir þroska hans allan og hugsunarhátt. Vestra náði lrann aligóðri þekkingu á enskri tungu, svo að honum notuðust ensk hlöð og bækur. En það, senr ennþá meira var um vert: Augu lians opnuðust fyrir ýmis- legri tækni og verklegum framförum, sem þá voru ókunnugar hér heima. Þannig lærði hann meðferð ýmissa landhúnaðar- véla, sem allsendis voru óþekktar hér, og fékk fljótt hug á að afla sér þeirra. Mun sláttuvél sú, er hann keypti í félagi við Magnús kaupmann Sigurðsson á Grund, fyrir alda mót, vera hin fyrsta, sem fluttist hingað til lands. Ymsar framkvæmdir, sem Stefán lét gera á Munkaþverá, eiga og rót sína að rekja til þeirrar reynslu og þekk- ingar, sem Iiann aflaði sér í utanför sinni, enda hafði hann óvenju mikla athyglis- gáfu og mundi vel allt, sem fyrir augu bar. Árið 1905 andaðist faðir hans og tók hann þá við bústjórn með tnóður sinni. En að fullu tók hann við búsforráðum á Munká- þverá vorið 1909 og hafði hann þá keypt jörðina. Þá um vorið, hinn 27. júní, kvænt- ist hann glæsilegri og ágætri konu: Þóru Vilhjálmsdóttur frá Rauðárá við Reykja- vík, Bjarnarsonar prófasts í Laufási Hall- dórssonar. Er hún hin mesta atorkukona, eins og hún á kyn til, og reyndist manni sín- um hinn öruggasti lífsförunautur. Börn þeirra fjögur, sem komust til full- orðinsára, eru þessi: Jón, nú bóndi á Munkaþverá. Þórey, vinnur að húinu með hróður sín- um. Laufey, gift Baldri Eiríkssyni, starfs- manni á skrifstofu K. E. A. Sigríður, húsfreyja á Borgarhóli, gift Jóni Si gurðssyni, bónda þar. Strax og Stefán hóf húskap á Munkaþverá tók hann til óspilltra málanna um margvís- legar framkvæmdir á staðnum og lét skammt stórra högga á milli. Jafnframt því sem hann færðist mjög í aukana um bú- reksturinn, með því að taka í notkun ný- tízku vinnuvélar, hóf ’hann að gera marg- háttaðar umbætur á jörð sinni. Þannig end- urhýsti hann staðinn stórmannlega með því að byggja upp svo að segja hvert einasta hús úr vandaðri steinsteypu, og auk þess byggði hann með ærnum kostnaði rafstöð við Þver- ána, til að bera ljós og hita um hin veglegu húsakynni. Um flestar þessar framkvæmdir var hann brautryðjandi í Eyjafirði og því öðrum, sem á eftir komu, mjög til hvatningar og fyrirmyndar. Ætla ég að fáir sveitabæir á landinu hafi verið raflýstir f'yrr eða jafn- snemma, enda lét Stefán byggja rafstoð sína sama ár og hafizt var handa um raflýsingu Akureyrarbæjar. En notkun rafmagns til Ijóss, hitunar og ýmislegrar iðju, hafði jafn- an \erið eitt af áhugamálum hans og hafði einmitt heimssýningin í Chicago markað spor í hagnýtingu þessararundraverðuorku, sem síðan hefir með geysilegunr hraða um- skapað lifnaðarháttu manna og mun ennþá eiga eftir að verða aflvaki til stórkostlegri byltingar í öllum starfsgreinum en nokkurn mann er farið að dreyrna um. Auk þess sem Stefán starfaði að því með sívakandi umhugsun og elju að prýða hið fornfræga höfuðból, Munkaþverá, með stór- felldum umbótum, átti hann og heilladrjúg- an þátt í flestum menningar- og framfara- málum héraðsins. Hendur hans voru ávallt framréttar til að leggja hverju góðu málefni lið, og honum var hjartanleg gleði að hverju því spori, er hann vissi, að stigið var fram á við um hag og menningu lands og þjóðar. Allra manna var hann félagslyndast- ur og hafði glöggan skilning á mætti sam- takanna. Var það engin tilviljun, að hann sat 32 ár í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga og 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.