Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Síða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Síða 26
112 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kv. Meistari Ándreas hrukkaði ennið og varð svo fölur, að hann fann sjálfur til kulda í andlitinu. Hann óttaðist, að hann rnundi falla. Og nú lagði hann höndina ofan á höf- uð Bengts og reyndi að þrýsta honum niður. — Nei. Þú mátt það ekki, Bengt Hake! sagði hann. Gestirnir hættu að vinna og þyrptust að. Allir hrópuðu og töluðu í einu: — Hvers vegna má hann það ekki? Auð- mýktu þig, meistari! Ef nokkur hefir verð- leika til að krýna þessa fögru mvnd af Mettu, þá hlýtur það að \era sá, sem hún gaf æsku sína og líf sitt a 111 í æru og trú! Aðrir sögðu: — Þú ert þreyttur meistari — þú ættir nú að koma niður og láta kærleiksríkar liendur festa djásnið á hár meyjarinnar fyrir alla komandi tíma. — Hér erum við að frarn- kvæma verk mönnum til uppbyggingar og Guði til dýrðarl Meistari Andreas þrýsti fastar og fastar með hönd sinni. En Bengt horfði upp til lians og rödd hans varð örugg og ákveðin: — Nei, ekki ég einsamal!, ekki ég einsam- all! Sameiginlega skulum við, meistarinn og ég, festa gullið á kórónuna. — Við, hinir tveir heiðarlegu vinir, sem aldrei svíkjum hvor annan! Og þegar við Metta bæði verð- um að mold í gleymdri gröf, og eiginmenn og eiginkonur standa saman t gangi kirkj- unnar, þá mun þessi gullna kóróna glampa undir rykinu, og eiginmennirnir munu segja við húsfreyjur sínar: Sjá! þetta er kór- óna hinnar hreinu, sönnu ástar og tryggðar. — Bið mig um allt — hvað annað, sem þú villt, Bengt, aðeins aldrei um þetta! tautaði meistari Andreas lágt. En gestirnir slepptu verkfærunum úr liöndum sér og raddirnar urðu háværari og æstari: — Við héldum, að þú værir hjartaprúður maður, meistari. En nú talar þú með tungu drambseminnar. — Eða er Bengt Hake ekki lengur vinur þinn? í borginni hefir heyrzt einkennilegur orðrómur. — Orðrómur? Meistari Andreas reyndi svo að hlæja lrart og drembilega, en varir hans hlýddu honum ekki. — Þá lyfti Bengt hönd hans af höfði sínu og klifraði upp, þangað til hann stóff við hlið hans í efstu rimum stigans. — En þú skilur ekkert í verkinu, Bengt- — Ekki kannt þú að gylla kórónu, sagði meistari Andreas. — Þú verður þá að kenna mér, svaraðí Bengt. Gestirnir héldu enn áfram að hrópa. — Þú verður þá að kenna honum list. þína, meistari, sögðu þeir. — Og ef hann nú skemmir verk mitt? — Hendur kærleikans hafa aldrei skennnt nokkurt stórverk! — Er það hann eða ég, sem hér á að ráða? — Það erum við, sem eigum að ráða, því að listavérk þitt á að prýða kirkjuna okkar. Það erum við, sem höfum tekið á móti þér á heimilum okkar með gestrisni og opnum örmum. — Það liafið þið gert sökum nafns míns og listhæfni minnar! — Heiður veri listhæfni þinni, meistari. En nú viljum við einnig helga verk þitt í anda! — Og er þá þessi andi sá rétti? — Hvað finnst þér sjálfum? — Við skulum hætta að vinna í dag. — Og hvað þá með piltinn, sem rét.t áðan reið af stað með boð til herra Steins Sture — að verkið væri fullgert, og hann mætti láta sækja' það á morgun? — Gefðu þeim herra fölsk fyrirheit, og þú munt reyna, að hann kann að svara eins og við á! Meistari Andreas sagði þá ekki meira, lieldur byrjaði að segja Bengt til og sýna honum, hvernig hann ætti að fara að, og sameiginlega gylltu þeir nú kórónuna. En meistarinn var svo skjálfhentur, að honum gekk miður en Bengt, og hann varð að taka

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.