Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Page 20
106 SÆNSKIR HOFÐINGJAR N. Kv. beygir hin frelsaða kóngsdóttir hné! rnælti Bengt. — Þetta er göfugt listaverk, meist- ari. . . . Og óvættinn, sem er umkringdur af hauskúpum og mannabeinum reisir sig frá jörðinni, gerir nú hnífur þinn —- nótt eftir nótt — voveiflegri og ægilegri ásýnd- um! — Það gladdi þig þó meira að horfa á mig vinna að mynd meyjarinnar? — Mynd hennar skildi ég betur, svaraði Bengt — og þá skildi ég þig líka betur. — Hvers vegna ertu orðinn leiður á Mettu? Eldur Helvítis logar nú í augum þínum, og neistarnir fljúga yfir til mín, og nú get ég ekki verið glaður og hamingjusamur leng- ur. Meistarinn lagði frá sér hnífinn, og tók upp höggjárnið og kylfuna. En naumast hafði hann kreppt fingurna um verkfærin, áður en hann sleppti þeim aftur. — Mikið barn ert þú, Bengt! sagði hann. — Hlustaðu dálítið minna eftir því, sem ég segi og lifðu í ást þinni, meðan hún endist. — Og hvernig mun hún taka enda? — Eins og Itún byrjaði. í ósannindum og angist. — Byrjaði hún ekki svona lrér um bil eins og sjúkdómur — með svefnleysi og andþrengslum? — Eitthvað á þá leið. . . . Og svo lézt Metta allt í einu verða afskaplega kirkju- rækin. . . . — Var hún þegar áður orðin æfðíltræsni? — Hún? Metta? Hún sem var hreinskiln- in sjálf! En það var til þess að geta hitt mig. . . . — Þá varð hún að læra að Ijúga? — O-já — í því fékk hún bráðlega æf- ingu! — Og svo lék hún á móður sína? — Móðir hennar var dáin. En hún átti föður og bræður og vinstúlkur. — Og svo var hún nú hálft um hálft trúlofuð öðrum manni. . . . Já, svona er það nú víst alltaf — þú skilur. . . . — Og hann var auðvitað ærlegur rnaður? Sjáðu til: Ástasögur samanstanda ævinlega að mestu leyti af þrem hlutum: Einurn ær- legum manni og tveim þjófum. . . . Manstu kvæðið um drottninguna og sveininn? Og kóngurinn var gamall, og gamall og grár. En ung var hans drottning og möttull hennar blár. — Já, svona hljóðar vísan, sagði meistar- inn, en þú gætir alveg eins sungið hana svona — það verður þó allt að síðustu sami vesaldómurinn: Of drottningin var gömul, og gömul og grá. En hoffmannlegur kóngurinn var hirðmeyj- unum hjá. .... Og jaetta á að kallast eitthvað merki- legt og fá okkur til að úthella tárum.... — Víst er nóg tilefni til tára, meistari, sagði Bengt. — En ég trúi á ástina ennþá — og svíki sú trú mig einhvern tíma, þá veit ég með vissu, að áður en árið er liðið verð- ur hár mitt orðið grátt, og ég mun sitja á bekknum nteð himnur ellinnar yfir augum án þess að geta gert greinarmun á sumri og vetri. Meistari Andreas stóð og sneri við honum baki, en hann snerti ekki á vinnu sinni. Hendurnar lét liann lianga máttlausar nið- ur með kápunni. — Bengt hélt áfram: — Stundum — á kveldin, þegar ég liefi verið hjá herra Steini og leikið fyrir hann, og er á heimleið, þá horfi ég yfir vatnið og sé ljósið hérna heima í garðinum mínum. Mér finnst þá, að ég sé auðugasti maður í öllum heirni, því að allt, sem ég vil eiga, það hefi ég eignast. . . . Þegar ég svo kem heim, kasta ég viði á arininn og sezt niður og horfi á auða stólana — einkum á stól- ana ykkar Mettu, og svo ímynda ég mér, að við sitjum þarna öll þrjú við borðið alveg eins og venjulega við máltíðirnar. . . . Og ég fer að tala við ykkur um hamingju okk- ar, um ástina og vináttuna. En það er eins og tunga mín sé leyst úr dróma, og ég finn fegurri orð en nokkru sinni annars. . . . Ég

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.