Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 16
102 SÆNSKIR HÖFÐTNGJAR N. Kv„ snúið hinum hljóðfæraleikurunum að þessu ráði — og ef þú hjálpar mér, færð þú helm- inginn. Meistari Andreas hló. — Lítið hefi ég að gera með þrætur ykk- ar, svaraði hann. En yrði hver þrúga við Rínarfljót að kúlu úr skíru gulli og mér væru boðnar þær allar, mundir þú samt ekki lokka mig burtu frá því, sem er rétt og heiðarlegt. Hrukkurnar á enni Bengts hurfu á auga- bragði og hann klappaði saman höndunum af ánægju. — Það er heidur'ekki eitt orð satt af því, sem ég sagði. — En nýjan vin verður að reyna, mælti hann. — Og þú heldur, að hægt sé að vega mannshjartað með peningum? sagði meist- arinn. Vertu viss, til þess þarf langtum fínni lóð og reislur. . . . En menn eru farnir að leggja við hlustir og undrast vfir, að við sitj- um hér og hvíslum. Við skulum breyta um- ræðuefninu. — Það er eiginlega aðeins einn maður hér í borginni, sem alltaf er að hlera, sagði Bengt. — Og hver er það? — Glorius trésmiður. — Þekkir þú ekki Glorius trésmið? — Ekki svo ég viti til. — Nú, það er eiginlega engmn, sem þekkir hann, mælti Bengt. Fáir hafa séð hann. Hann finnst hvergi, hvorki heima hjá sér né annars staðar. En allan daginn er hann að sýsla með einkamál náunga sinna, og hann veit allt, sem kemur fyrir. — Áttu við, þegar ræða er um peninga? — Nei, þvert á móti, svaraði Bengt. — Heldur ekki ltann kærir sig nokkra vitund um peninga. . . . Það eru ástarævintýri, sem hann heiðrar með athygli sinni. . . . Jæja — við skulum annars tala um ástina. Þá getum við talað upphátt og lofað öllum að vera með. Það er hvort eð er það samræðuefni, sem þeim öllum líkar bezt. ... Ég fyrir mitt leyti er hamingjusamur með ást mína. — og hana Mettu mína — litlu húsfreyjuna.. mína heima — af henni get ég ekki séð eina. einustu kveldstund án þess að sakna hennar_ Ástin er lystigarður, girtur svo háum múr- veggjum, að sá, sem þar er inni, sér einung- is það, sem fyrir ofan þá er — og ekkert ann- að af veröldinni. Meistari Andreas svaraði: — Þú trúir á ástina, vinur minn. Ástin er hold — kjöt. — Farðu inn í slátrarabúð, þar sérð þú ástina liggja brytjaða og flegna. — Og samt hefi ég nú tekið eftir þvír sagði Bengt, að þér þykir gott að hvíla þig i" nát'ist kvenna. — Á sama hátt og ég hvíli mig meðal trjánna og blómanna í skóginum. Trén og blómin veita mér fegurð og unað án þess að trufla hugsanir mínar. — Lofaðu mér nú að lifa í draumum mínum og vera trúr húsfreyju minni! Meistarinn svaraði: — Hvers vegna ætti ekki maður, sem á. unga og fallega konu, að vera henni trúr? Ástin er umfram allt annað þrá eftir hinu unga og yndislega. Talaðu ekki um ást, þar sem um hvorugt þetta er að ræða, því að þá lýgur þú. — Það eru til hlý, djúp og trúföst kærleikstengsli, sem stundum — meira að segja í grárri elli — breiðir milt og'blítt aft- anskin yfir samlíf hjóna — en það er eitt- hvað annað og miklu háleitara en ástin. — Það er blómið — og ástin er aðeins fræið,. sem brátt myglar og rotnar í óhreinni mold- inni. Hreyfir þú við fræinu, þá gæt þín, að þú flekkir ekki fingurna. . . . Veizt þú, að þegar ég vil reyna einhvern mann, þá geri ég eins og núna — ég tala við liann um ást- ina. — Stari hann þá út í loftið án þess að hlusta með athygli, veit ég, að það er senni- legt, að ég hafi góðan mann fyrir augum. Fari liann þar á móti að depla augunum og hvísla, þá veit ég, að þar er maður, sem ástæða er til að tortryggja. Hann verður hættulegur baktjaldamaður í þjónustu rík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.