Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 52

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 52
138 FLÓTTAMENNIRNIR N. Kv. „Ég var að leita að höggorminum," sagði hann. „Höggorminum. . . .? Hvaða höggormi?" „Höggorminum, sem beit Moll,“ sagði Cambreau. „Lví í ósköpunum ertu að því? Langar þig til þess að hann bíti þig líka? Við höfum sannarlega nóg á okkar könnu að hugsa um Moll. Það var gott, að þú fannst hann ekki.“ „Ég fann hann,“ sagði hann. Hjartað kipptist til í brjóstinu á mér. „Hvar?“ „Ó, þarna. .. .“ Hann benti með hend- inni. „Hann hefir þó ekki. . . .“ Hann brosti og hristi höfuðið, leit svo á Telez og gretti sig. Hann sagði: „Ertu ekki hræddur að vaða út í sjóinn, þar sem fullt er af mannskæðum hákörlum, eftir því sem LaSalle læknir segir?“ „Það er einnig til guð,“ sagði Telez á spænsku. Hann sagði það í flýti, með áherzlu, og forðaðist að líta framan í Cam- breau. „Athugaðir þú sárið á honum?“ „Hvaða sár?“ spurði ég. „Stunguna í öxlinni á honum,“ sagði Cambreau. „Ég sá, þegar hann var að þvo sárið.“ Ég sneri mér að Telez. „Lofaðu mér að sjá það. Ég vissi, að það var eitthvað að öxlinni á þér.“ Augun í Telez urðu ennþá stærri en venjulega. Hann horfði stöðugt á Cam- breau um leið og hann sagði við mig: „Láttu mig í friði. Það er ekkert að mér. Láttu mig bara afskiftalausan." „Hvernig fórstu að meiða þig?“ spurði ég. Telez sagði: „Þessi maður er djöfull." Hann horfði enn á Cambreau. Ég lét eins og ég heyrði það ekki, og sagði aftur: „Lofaðu mér að líta á öxlina. Hvernig meiddirðu þig?“ „Kannske Verne hafi gert það,“ sagði Cambreau. Telez gapti. „Hann er djöfull, guð minn góður, hann er djöfull!“ Hann sneri sér æðislega að mér. „í guðs bænum láttu mig í friði.“ Ég leit á Cambreau. „En. . . . hvemio' hefði Verne sretað. . . .“ ég hætti, steinhissa. „Þú átt þó ekki við að þú haldir að hann sé á leiðinni hingað?“ „Spurðu Jesus,“ sagði Cambreau. „Ekki nefna mig það! Þú mátt ekki nefna mig það!“ sagði Telez illilega. „Er það satt?“ spurði ég. „Telez! Er Verne á leiðinni? Var það hann, sem stakk þig? Og hvar er DuFond? Þú varst samferða Du- Fond. Þú áttir að vera með honum. Hvar skildir þú við hann?“ „Láttu mig vera!“ „Nei. Þú verður að segja okkur það.“ „A-a. . . . “ Telez andvarpaði og fól andlit- ið í höndum sér. „Já, Verne er á leiðinni. Sníkjudýrið!" „Hvernig gat hann vitað um ferðir okk- ar?“ „Hann hafði gætur á DuFond,“ sagði Telez. „Þegar við DuFond lögðum af stað frá St. Pierre, þá elti Verne okkur. Hann náði okkur í gærkvöldi, þegar við vorum að setjast að." „Hvað skeði?“ „Hann sagðist ætla að fara með okkur í bátnum. Ég sagði honum, að hann gæti ekki fengið að vera með, þar sem hann hefði ekki borgað sinn skerf og þar að auki vildunt við ekki hafa hann með.“ „Og hvað svo?“ „Þá sagði hann, að hann færi samt með, og ef Moll væri ekki á sama máli, þá mundi hann drepa Moll.“ „Hann mun ekki drepa Moll,“ sagði Cambreau blíðlega. „Moll verður dáinn áð- ur. Lítið þið á hann.“ Telez færði sig fjær Cambreau. Moll dró

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.