Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Page 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Page 22
108 SÆNSKIR HOFÐINGJAR N. Kv. hann sjá þig berjast í sveita þíns andlitis við — drekann! — Það er ströng' krat'a frá eiginmanni til bezta vinar síns, sagði meistari Andreas. — Venjuleg og alveg eðlileg krafa — væri kanriske réttara að segja, svaraði hún. — Hvers virði er sá fengur, sem enginn ann- ar girnist að eiga? Þetta er það, sem nú sprengir lífshamingju okkar. — Og vináttuna milli hans og mín. . . . Guð veit, að sú vinátta er falslaus. . . . og nú á hún að falla vegna þess, að ég, heiðurs míns vegna, vildi hætta í tæka tíð að stara á hið unga andlit þitt, áður en augu mín yrðu blind! — Þey, þey, hvíslaði hún. — Ef þú villt mér ekkert illt, meistari, þá talaðu ekki svona hátt! Mér heyrðist ég heyra fótatak, eins og einhver væri að læðast úti á gras- ílötinni. — Það er sjálfsagt Gorius trésmiður! — Varaðu þig á þeim manni, meistari, vegna tungu hans hafa margir orðið að „bera steina úr borg",1) og margir hafa komizt í gálgann. — Merkilegur laukur í tunglskins-trjá- garði ástarinnar þessi Gorius trésmiður! sagði meistari Andreas. En einnig meðal postula og spámanna ástarinnar hlýtur að vera að minnsta kosti einn Júdas — þakk- aðu fyrir, að þeir eru ekki þrettán. . . . Hvernig lítur hann annars út fyrir augum heimsins þessi alvísa mannvera? — Það er sagt, að hann sé móeygður og smáeygður. ... En annars er engínn, sem vill kannast við að hafa séð hann. — Óttaðist ég hann aðeins helming á við það, sem ég óttast eigin samvizku.... Bengt er vinur minn.... — Einu sinni, þegar þú varst niðursokk- inn í hugsanir þínar, heyrði Bengt þig tauta eitthvað fyrir munni þér um, að fegurð sé fallvölt, en hreinleiki hjartans einn varan- 1) Lýtur að miðaldarrefsingu fyrir hórkonur. legur. Upp frá þeirri stundu hefir hann fyrirlitið þig og dregið smekk þinn og heil- brigða skynsemi í efa, sagði Metta. — Þetta eru þá laun dyggðarinnar! Og ef við nú förum á bak við hann? — Þá drepur liann okkur. Aleistari Andreas stóð upp frá borðinu og settist á kubbinn fyrir framan laufbrúsk- ana á arninum, eins og þar logaði eldur og hann ætlaði að vermá sig. — Er það svona, sagði hann, sem sagan hl jóðar — hin marg umtalaða og mikið dáða saga um eiginmanninn, húsfreyjuna og að- dáandann? Metta! Sá, sem einhvern tíma kemst inn í þá sögu, hann hefir villzt inn í völundarhúsið, þar sem engar útgöngudyr finnast. — Jú — að vísu finnast útgöngu —■ bakdyr — og það er að flýta sér, stinga dóti sínu niður í pokann og halda leiðar sinnar. — Og listaverkið þitt liérna? — Nei, það er satt. Útgöngudyr finnast engar úr völundarhúsinu, nema því aðeins að maður sé fæddur innbrotsþjófur, sem hefir hreina eðlisgáfu til að skríða inn um glugga. — Mörgum sinnum hefi ég á mín- um mörgu og viðburðarríku ferðum veitt því eftirtekt, að vasaþjófar og fals-spilarar eru hreinustu listamenn í ástarævintýrum. Sá, sem getur ekki svikið og dregið á tálar með jafnmikilli hugarró og hann drekkur bikar vatns, kemst lítið áfram í slíkum kröggum. Hvað heldur þú, að þeir séu, hin- ir ungu riddarar, sem koma hingað til þess að raða sér meðfram veggjunum, þegar við erum að vinna — og kinka kolli til þín, ef Bengt snýr baki við?Þeireruvasaþjófar,sem eru orðnir of ríkir til þess að þurfa að stela peningum.... Sömu örlögin elta mig alltaf! — Alltaf — segir þú? Hefurðu þá oft áður villzt inn í völundarhúsið — þú, okkar mikli og frægi meistari Andreas — þú, sem pré- dikar svo djarflega gegn flærð og losta og syndum? Meistari Andreas svaraði:

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.