Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Síða 47
,TNT. Kv.
VITASTlGURINN
133
hún líka að fara á fund hans og leita ráða?
Tilvera hennar og líðan öll var nú óþrotleg-
ar kvalir og kvíði, Vítiskvalir og kvíði fyrir
einhverju, sem hún gat ekki áttað sig á,
hvað væri, einhverju ægilegu. Ef til vill staf-
.aði þetta allt af því, að hún „var ekki sterk
fyrir hjartanu‘7
Eftir hádegið sagði frú Bramer fyrir, að
koma skyldi með skyggnisvagninn að dyrun-
um. Hún ætlaði ofan til bæjarins, Jón ekill
hafði ekki þurft að hreyfa sig langtímum
saman, og þótti honunr því vænt um þessi
boð. Hann hlúði vel að frúnni með sjölum
og ábreiðum, áður en ekið var af stað. Hon-
um virtist frú Bramer vera orðin afar föl og
mögur. Þau námu staðar uppi í brekkunni,
og hann sá, að hún stefndi upp að vitanum.
Honum virtist hálf furðulegt, að hún skyldi
áræða að leggja á þennan bratta; en hún
ætlaði sennilega að heilsa upp á þetta nýja
tengdafólk, hugsaði hann með sér. Hann
smeygði síðan steinum aftur undir aftur-
hjólin, svo að hestarnir gætu hvílt sig, lét í
pípu sína og Jeit síðan út yfir bæinn. Hann
var svo fallegur í dag, fjöldi fána var dreg-
inn að hún, svo að ætla mætti, að það væri
afmælisdagur konungsins. — Frú Bramer
varð að setjast niður og hvíla sig öðru
hvoru; hún fékk svo mikinn hjartslátt af
göngunni, er hún var komin upp bröttustu
hrekkuna.
Loksins var hún þá kornin alveg upp og
sá heim til vitans. Hún var að skyggja hönd
fyrir auga, því að hvíturliturtunglsinsskarí
augun. Hún drap hægt og hikandi á dyr, en
enginn svaraði. Hún opnaði síðan hurðina
og gekk inn í stofuna. Hún nam staðar og
lét augun hvarfla um stofuna alla. Augu
hennar námu staðar við hinn stranga svip
afa gamla admíráls. Það var eins og hann
spyrði hana með þótta: „Hvað vilt Jrú hing-
að?“ Hún leit inn í litla herbergið, þar sem
rúm Benediktu var enn, eins og áður. Á
veggnum hékk mynd af Jens í útskornum
ramma. Hún heyrði enga hreyfing eða hljóð
og settist því niður til að hvíla sig. Það var
svo einkennilega hljótt og friðsælt hér efra.
Það var einnig hljótt á Bjarkasetri, en þó
ekki á þennan hátt.
Skömmu síðar heyrði hún fótatak yfir
höfði sér. Það hlaut að vera uppi í turnin-
um? Hún litaðist um og sá þá litla hurð
innst í stofunni og opnaði hana; þar var
stigi. Ætti hún að fara þar upp til að hitta
fólk? Ekki gat hún setið hér til lengdar ein-
sömul í ókunnugu húsi, og hún heyrði stöð-
ugt fótatak þarna uppi. Ef til vill væri það
vitavörðurinn?
Hún fór að ganga upp þröngan stigann.
Hann var mjög brattur, svo að liún orkaði
ekki að stíga meira en tvö-þrjú þrep í einu
og varð síðan að hvíla sig. Loksins komst
hún samt upp og drap á litla, mjóa hurð,
rnjög létt. Er enginn svaraði, varð hún að
berja sterkara.
„Kom inn,“ var kallað djúpum rómi. Það
var vitavörðurinn. Adam Stolz hörfaði ofur-
lítið aftur á bak, er hann sá frú Bramer.
„Nei, en góða frú Bramer, komið þér alla
leið hingað upp?“
„Ég er svo Jneytt, herra Stolz, má ég tylla
mér ofurlítið niður?“ Hún litaðist um eftir
stól. Hann setti fram stól handa lienni, og
hún hneig niður á hann, alveg dauðupp-
gefin.
„Þetta er alltof erfitt ferðalag fyrir yður
og meira að segja hingað upp í turninn, frú
Bramer."
„Það var enginn niðri, og svo var það nú
við yður, sem ég ætlaði að tala, herra Stolz,“
sagði liún og þrýsti hendinni að brjósti sér.
„Fyrirgefið þér, en það líður dálítil stund,
áður en ég næ andanum aftur. Stiginn,
skiljið þér —Hún brosti ofurlítið.
Hann færði henni vatn í glasi.
„Þakka yður fyrir, nú er ég bráðum búin
að ná mér aftur.“
„Það er fallegt hérna uno frá,“ sagði hún
og leit út á hafið.