Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 57
;n. Kv.
FLÓTTAMENNIRNIR
143
til mín og benti í vesturátt til að beina at-
Ttygli minni að manninum.
Það er Weiner, bráðlyndi Þjóðverjinn,
og liann var aleinn. Hann gekk hratt, en þó
sýnilega ekki svo, að hann ofþreytti sig,
Jirátt fyrir það hve seinlegt og erfitt það var
að ganga í sandinum. Hann var með rispur
í framan og á handleggjunum, og buxna-
skálmarnar voru í tætlum. Ég sá rispurnar
greinilega. Hann nálgaðist óðum. Ég stóð á
fætur og veifaði og kallaði: ,,Sæll!“ Hann
hvorki veifaði né svaraði, fyrr en hann var
Lominn til mín. Þá henti hann sér niður í
sandinn, blés mæðinni, og leit kæruleysis-
lega á Moll.
„Hver fjandinn er að honum?‘ ‘spurði
hann í önugum tón.
„Það beit hann höggormur," sagði .ég
„Hann er veikur. Það getur brugðið til
beggja vona með hann.“
„Það er honum fjandans mátulegt,“ sagði
Weiner. „Að láta mig verða öðrum eins vit-
leysing og aumingja Rudolph samferða
gegnum frumskóginn!“
„Þú átt ekki að tala svona,“ sagði ég.
„Ég segi það, sem mér sýnist,“ sagði hann
og var hvassyrtur. „Þú lieyrðir, hvað ég
sagði. Ef þú heldur, að það hafi verið ein-
hver skemmtiferð að hafa vitstola mann fyr-
ir ferðafélaga, þá ert þú jafn vitlaus og hann
ær. Þú hefðir átt að heyra til hans! Hann
. staglaðist á aumingja Rudolph, þangað til
ég hélt að ég væri að ganga af göflunum.“
„Þú áttir samt seiir áður ekki að tala
■ svona um Moll,“ sagði ég. „Ég held að hann
sé að dauða kominn.“
Weiner yppti öxlum. „Það er verst fyrir
hann. Maður er aumasta fífl að ferðast um
’frumskóginn án þess að hafa með sér mót-
eitur, ég sjálfur þar með talinn."
Ég hugsaði um Canrbreau: Móteitur gæti
ekki bjargað lífi hans.
Weiner sagði: „Ég sé, að aumingja Rud-
olph hefir haft það af að komast hingað.
Það er svo sem eftir honum. Einhvern tíma
mun æðsta ríkið taka slíka vitfirringa af lífi
og losa þjóðfélagið við þá. Þegar menn eins
og aumingja Rúddi eru látnir ganga lausir,
og fá óhindrað að auka kyn sitt, þá má bú-
ast við urmul af fábjánum, vitfirringum og
hamingjan má vita hverju, í næstu kynslóð.
Maður verður að koma í veg fyrir það með
því að taka þá af lífi. Það er bölvuð vitleysa
að vera að setja þá á geðveikrahæli. Það er
allt of dýrt fyrir ríkið að halda í þeim líf-
tórunni. . . . Til hvers? Geturðu sagt mér
hvers vegna svona lúsarlegum vesaling eins
og Rúdda er lofað að lifa?“
Hann hætti allt í einu og leit niður að
sjónum. ,,Er þetta Spánverjinn?"
,,Já,“ sagði ég í styttingi. Mér var ekkert
um Weiner gefið.
„Jæja, svo að hann hefir haft það líka,
ha? Ég hélt að DuFond hefði verið með
honum. Almáttugur, en það ferðalag. Og
Moll, að láta mig þvælast með Rúdda og lík-
inu. Það var nógu erfitt fyrir mig einan, þó
að ég hefði þá ekki báða í eftirdragi — það
er mesta furða að ég skuli vera kominn
hingað!“
„Flaubert sagði, að þú hefðir myrt Dunn-
ing,“ sagði ég.
„Hann er lygari,“ sagði Weiner. „Myrt
Dunning! Það þurfti ehgan til þess. Hann
var vel undir það búinn, þegar hann lagði
af stað. Fyrsti dagurinn í frumskóginum
drap hann. Um morguninn lá hann stirðn-
aður á sama stað og hann lagðist til svefns
um kvöldið. Sagði Rúddi að ég hefði myrt
hann?. . . . farðu ekki að segja mér, að þú
hafir lagt trúnað á það, sem hann sagði.
Trúað svona fífli? En ég get sagt þér, að ég
varð feginn, þegar þessi fábjáni yfirgaf mig.
Hann hrópaði án afláts: „Þú ætlar að drepa
mig líka,“ og loksins hljóp hann burtu. Það
var ágætt, því að hver veit nema ég hefði
drepið hann, ef hann hefði haldið svona
áfram. Hann ætti svei mér ekki að vera i lif-
enda tölu. . . . Á hvað ertu að glápa?“
„Ekki neitt,“ sagði ég.