Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 32

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 32
118 SÆNSKIR HÖFÐINGJAR N. Kr~ alltof líkur ykkur sjálfum.... En þegar þið gangið í kirkju ykkar og sjáið verk mitt, þá biðjið — biðjið um að ykkur mætti veitast styrkur til að beita hinu flekklausa sverði riddarans! Hann féll þungt niður á helluna og lá hreyfingarlaus. Enginn þeirra, sem við voru staddir, vildi snerta við honum eða styðjat höfuð hans. En þeir sögðu við næturverðina: — Hér hefir þjófur verið drepinn! Það er skylda ykkar að sjá um, að lík hans verðii flutt burtu. ENDIR. Elias Kræmmer: Vitastígurinn. Helgi Valtýsson þýddi. (Niðurlag). VII. Á Bjarkasetri var miðdegisverðarboðið skreytt kristalli og blómum að vanda. Frú Bramer var komin ofan, klædd hinum perlugráa silkikjól sínum, og beið nú eftir Sylvester. Hún var óróleg og óþolinmóð vegna þess, að hann skyldi enn ekk'i vera kominn heim úr skógarför sinni. Henni var ekki um þessar löngu útivistir hans á hverjum degi. Öðru hvoru læddist inn hjá henni geigblandinn kvíði, er hún sat ein heima og beið eftir honum. Hann hafði allt- af byssu með sér, og alltaf gat eitthvert slys borið að höndum. Og nú datt henni allt í einu það í Iiug, senr hún Iiafði aldrei hugsað út í áður: Hvernig mundi fara, ef Sylvester félli frá, óvænt og skyndilega, og hún sæti ein eftir með Jens? Henni var þegar ljóst, að ekki gæti hún stjórnað stórbýlinu og hinum miklu eignum þeirra; en svo var það Sylvester sjálfur-----, hann var eiginmað- ur hennar. Margra ára samvistir höfðu að vísu ekki tengt þau nánar saman, en Syl- vester var heiðarlegur maður, sem hún bar virðingu fyrir. Hún hafði frétt, að Gottlieb væri kom— inn; en hún hafði enn ekki séð hann. EkkF væri neins stuðnings að vænta frá hans hendi, heldur þvert á móti. Þeir }ens myndu sennilega bindast samtökum gegn henni. Jens? Hún skildi ekkert í honurn. Hann fór sínar leiðir og sýndi henni hvorkí trúnað né traust. Loksins heyrði hún hratt fótatak frannni í forstofunni. Þar var Sylvester kominn í grænum veiðimannabúningi sínum og með : Jrunga fjallgönguskó á fótum. Hann hengdi upp töskuna og byssu sína. „Fyrirgefðu, Nóra, að ég varð svona lengi;. ég rakst á nýja gaupuslóð og fór að rekja hana.“ „Það er komin hálf stund fram yfir tím- ann, Sylvester," „Ég get líklega sleppt því að hafa fata- skipti, Nóra? Ég er líka orðinn hálfþrevtt- ur.“ „Æ nei, við skulum ekki bregða gömhim ■ vana; þú veizt, að ég óska þess, að miðdegis- verðir okkar séu ætíð hátíðlegir." Hann gekk upp í herbergi sitt án þess að segja nokkuð frekar, og skönnnu síðar sátu ;

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.