Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 49

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 49
n: Kv. VITASTÍGURINN 135 rúðuna fyrir framan ljósker vitans til að geta séð betur út á hafið, sem nú lá spegil- bjart og kyrrt, eins langt og auga eygði. Stór, rauð sól var að síga í haf úti við sjón- deildarhring. Adam stóð andartak kyrr, greip síðan sjónaukann og kallaði: ,,Nei, haldið Joið kannske ekki, að komnir séu tveir nýir selir á Flatasker! — Já, er það ekki, eins og ég er vanur að segja: Hafið veltir allsnægtum sínum inn til okkar, Fía. "Við auðkýfingarnir eigurn gott!“ ENDIR. Osvífinn tarfur. Duuberton lávarður, sem var þingmaður í efri málstofu brezka þingsins fyrir löngu, þótti vera hégómlegur og jDÓttafullur. — Einn sróðan veðurdag var lávarðurinn á skemmtigöngu úti um engjar og haga; en þar var mannýgur tarfur á heit, fannst rétti sínum hallað, rak upp öskur mikið, stökk að lávarðinum og bjóst til að leggja hann und- ir. Lávarðurinn flýði undan sem fætur tog- uðu í dauðans ofboði. Var hann kominn að niðurfalli af mæði, þegar hann komst að hárri girðingu, gat klofazt yfir hana og forð- azt bráðan háska. Þar hitti hann fyrir eig- anda tarfsins, gildan og gegnan bónda. „Maður minn,“ grenjaði lávarðurinn. „hvað á það að þýða, að láta þetta bandóða villidýr ganga laust í haganum?“ „Herra minn,“ svaraði bóndinn, „ég held, að tarfurinn hafi alveg sama rétt og þér til að hlaupa um í haganum." „Vitið þér, hver ég er?“ grenjaði lávarð- urinn. Bóndinn hristi höfuðið og þagði. „Ég er þingmaður í efri málstofunni, — Dubarton lávarður!" „Einmitt það,“ svaraði bóndinn og brosti, „en það átti yðar hágöfgi að segja tarfin- um!“ K. M. J. BJÖRNSON: Þú alheimsandi . . . Með þrá og söknuð sælu stunda í sorg og gleði spyrja menn, mun ennþá langt til fagnaðsfunda, mun fylling tímans komin enn; að líkarn ennþá yndislegri sér andinn skapi’, er drauminn gaf, og von og ástir ennþá fegri við eignumst fyrr en vitum af. Vér skynjum I jóss og skuggamyndir, en skiljum eigi’ að ráða þær, en vonarelda vonin kyndir, unz vissan eilíf sigrað fær. Hvert tap er gróði, annað eigi, að orku verður þjáning liver, hver sorgarnótt að dýrðardegi og dagrenningu fagna ber. Ó, dýrð sé Jrér þú alheimsandi, þú ert það líf, sem þörfnumst vér. Vor gáta’ er leyst, þá víkur vandi, er vitum glöggt hvert stefna ber. Og þegar jarðlífs bresta böndin við berumst frjáls í sólarátt. Það hillir undir óskalöndin og óðul þeirra’, er stefna hátt. Sonurinn: Veiztu pabbi, að í sumum hlutum Iandlands þekkja mennirnir ekki konurnar sínar fyrr en þeir eru giftir þeim. Faðirinn: O — þvi skyldi Indland vera öðruvísi en önnur lönd að því leyti. Litla dóttirin: Hvað gera englarnir, mamma? Móðirin: Þeir spila á hörpur og syngja. Dóttirin: Hvað! Hefir guð ekkert útvarp?

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.