Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 42

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 42
128 VITASTIGURINN N. Kv. átti hún ætíð á hættu að fá ofanígjöf hjá frú Bramer. „En góða barn, þú glatar virðingu þinni með því að umgangast vinnufólkið á þenn- an hátt.“ Einu sinni er Jón ekill var heldur seinn að beita liestunum fyrir skyggnisvagninn, hafði Auróra hlaupið beint yfir hlaðið og sezt upp í vagninn, áður en hann var tilbú- inn. Frú Bramer hafði þá staðið við glugg- ann og sendi þegar boð eftir Auróru. „Góða barn, þetta rná ekki oftar koma fyrir. „Dama“ sezt ekki upp í vagninn, fyrr en honum hefir verið ekið upp að húsdyr- unum.“ Það fauk í Auróru, en hún stillti sig samt. Hver var sá, er þyrði að svara frú Bramer? Jens herramaður og Sylvester voru beztu menn í heimi og algerlega eins og fólk flest, er þeir voru einir sér; en óðar er frú Branier kom í ljós, urðu þeir þegar stífir og hátíðlegir á svip og í framkomu. Það var engu líkara, en að hún varpaði álagaham á allt heimilið. Meðal annars vildi hún láta Auróru sitja inni hjá sér í dagstofunni allan fyrri hluta dags og halda uppi samræðum; en það varð nú minna úr því, en til var ætl- ast, því að oftast brá Auróra sér þá inn til bæjarins eða gekk með Jens út um tún og engjar. Hún erti Jens með því, að hann væri hræddur við móður sína. Hann setti þá rögg á sig og bölvaði sér upp á, að hann skyldi „slá í borðið til hennar, væri því að skipta", en því var aldrei ,,að skipta". Jafnvel Gottlieb frændi veik lielzt úr vegi fyrir henni. „Nú hefi ég loksins fengið vopnahlé, og því ætla ég að reyna að halda sem lengst, hö-hö.“ Auróra prédikaði fyrir Jens seint og snemma, að þau skyldi breyta eitthvað til um lífsvenjur á Bjarkasetri, nraður gæti al- veg sálast úr leiðindum, eins og nú væri. Hún sagði, að þau yrðu að umgangast hinar fjölskyldurnar inni í bænum og bjóða heim til sín unga fólkinu öðru lrvoru. Þau færðu þetta í tal við frú Bramer, en hún svaraði þeim: „Við verður að vera var- kár í þeim efnum — segið mér, hverja þér umgangist, og skal ég þá segja yður, hverjir þér eruð.“ „Það er þó vonandi betra að umgangast fólk, þótt ekki sé af allra fínasta tagi, heldur en alls ekki neitt,“ sagði Auróra; hún gat. ekki stillt sig urn að segja þetta. Jens varð- alveg skelkaður; þannig hafði hann aldrei áður heyrt neinn þora að svara móður sinnL Frú Brarner lét sem hún heyrði ekki svar Auróru. En upp frá þessu var Auróra í víga- hug og fór nú smám saman að malda í mó- inn og svara hvatskeytlega. Einkum hitnaði henni sérstaklega í harnsi, í hvert sinn, sem. frú Bramer vék að uppáhalds málefni sínu, að maður ætti ekki að leggja lag sitt við'- „aðrar stéttir". „Þeir sem stæðu á lægræ. stigi“ o. s. frv. Kom þá stundum fyrir, að Auróra varð uppstökk og áköf og sagði, að sér geðjaðist rniklu betur að „heiðarlegum smáborgarabrag" heldur en að „hinni fölsku og tilgerðarlegu mikilmennsku“. Þessi smáskæruhernaður var upphafið að' langvinnum ófriði, sem smám sarnan gerði. báðum aðiljum Ijóst, að önur hvor yrði undan að láta, áður en yfir lyki. Þær sátu á sér og stilltu sig vel, meðan Sylvester og Jens voru viðstaddir; en þeir höfðu sarnt báðir grun um, að ekki væri allt með felldu. En ltvorugan þeirra grunaði, eins og var, að nú væri allt í uppnámi og barizt af fullu kappi. • Hinni árlegu veizlu, sem haldin var „bróður mínurn yfirhershöfðingjanum“, var lokið. Daginn eftir voru aðeins fáeinir gest- ir, sem gist höfðu á Bjarkasetri um nóttina. Nú sátu þeir úti á stóru garðsvölunum og drukku te, áður en lagt væri af stað. Yfir- hershöfðinginn hélt uppi viðræðum og sagði smá skrítlur, sem rnikið var hlegið að. Allir voru í góðu skapi, og menn voru sam- mála um, að veizlan í gær hefði verið nreð ágætum. Auróra hafði einnig skemmt sér' vel, og gestirnir Iröfðu verið mjög hrifnir af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.