Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Qupperneq 40
126 VITASTÍGURINN N. Kv_ tímis svo hátíðlega skringileg, að Sylvester varð að blæja. Gottlieb var þar einnig nær- staddur og rumdi að vanda „hö-hö-hö“, og bræðurnir skemmtu sér kostulega. Þegar þau Roosevelt og unnusta hans komu, þagnaði Fía aht í einu. Hún vildi sjá og athuga rækilega, hvort bakaradóttirin kynni raunverulega að haga sér eins og „dama“. Jú, svo sannarlega — hún var snot- ur og nett, þegar hún knébeygði fyrir frú Bramer, og hvíti kjóllinn með rauða mittis- bandinu var alls ekki svo afleitur. Ef tii vill var hann annars heldur stuttur? Það var ekki nauðsynlegt að sýna þessa gildu leggi! Fíu létti samt fyrir brjósti; þetta var all- sæmilegt, þegar öliu var á botninn hvolft. Roosevelt var auðvitað glæsilegur, ef hann aðeins vildi strjúka hárið aftur yfir höfuðið; en stóri hárskúfurinn féil alltaf ofan á enn- ið á honum. Síðan var gengið til borðs. Bramer gekk á undan og leiddi frú Stolz, þar á eftir komu þau Adarn og frú Bramer; en unga fólkið hafði þyrpst hlæjandi utan um Gottlieb frænda og dregið hann með sér inn í borð- stofuna. Til allrar hamingju varð frú Bram- er þess ekki vör, því að það var auðvitað ekki fyllilega í stíl. En Gottlieb skennnti sér vel. Þetta var annað samsætið, sem hann hafði verið í að Bjarkasetri á hálfum mán- uði, og sem betur fór, voru þau ekki eins leiðinleg og þau voru áður vön að vera! Fía lyfti silfurgöfflunum og vóg þá í hendi sér, og síðan laumaðist hún til að gá að, hvort þetta væri raunverulega hreint silfur, — jú, hún sá stimpilinn, þá var það allt í lagi. Hún hvarflaði augum í sífellu og verðlagði hvern hlut í huga sér. Kristalls- muni þekkti hún ekkert inn á, en dúkarnir og borðþurrkurnar voru fyrsta flokks, hún þreifaði á dúknum undir borðinu. Hún kinkaði kolli til frammistöðu-þernanna og gaf Roosevlt greinilegt merki um að hann skyldi strjúka upp liárið, og hún hvíslaði að Auróru, að hún skyldi sitja bein í baki. I stuttu máli, hún liafði í rnörg horn að lítar og sinnti öllu, sem fyrir augu bar. Sylvester og Gottlieb sátu sinn hvorum megin við; hana og skemmtu sér prýðilega yfir glað- værð hennar og góða skapi. Frú Brarner talaði með áhuga við Adani' Stolz; en litlu augun hvössu voru sífellt á verði. Hún lagði við eyrun, í hvert sinn, sem hún heyrði Sylvester hlæja að einhverju því,„ sem frú Stolz hafði sagt. Samsætinu lauk snennna, eins og venjæ var að Bjarkasetri. Sylvester var í bezta skapi, og er gestirnir voru farnir, spurði hann, hvort þetta hefði ekki verið mjög skemmtilegt samsæti? „Jú, en guði sé lof — ---nú er því lok- ið.“ Hún rétti honum höndina og bauð góða nótt og hvarf á burt. í vitanum leið hver vikan af annarri og mánuðirnir hver af öðrurn eins og áður. Að vísu hafði samsætið á Bjarkasetri um hríð valdið nokkrum óróa í friðsamlegu hvers- dagslífi þeirra; en er frá leið, fyrntist það og gleymdist. Auróra og Jens komu oft upp í vita til að heilsa upp á Adam og Fíu; en Auróra hafðí aldrei orð á, hvernig þeim frú Bramer semdi. Fía hafði nú sinn grun og sérstakar hugmyndir um það allt; því að hún hleraði sitt af hverju úr ýmsum áttum, bæði í Straumsundi og í nágrenninu. Mestan fróð- leik fékk hún samt hjá Öblu gömlu. Hún var sem sé komin aftur til „stúdentsins" í „Málarakassánum”. Eftir að Kröger liafði endurheimt konu sína og farið í brúðkaups- ferð til Ítalíu, þurfti lrann ekki lengur á ráðskonu að halda. Gottlieb fór oft yfir að Bjarkasetri og gekk þá um skógana með bróður sínum, og Abla fékk þannig nýjar fréttir um allt, sem frarn fór þar fyrir handan. Auróra héit alltaf tryggð við Öblu gömlu. Þegar hún brá sér í bæinn, leit hún oftast inn í „Málarakassann” um leið, og hún var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.