Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Blaðsíða 39
Tí. Kv.
VITASTlGURINN
125
.sinni meðal heldri manna, Adam?“ spurði
Fía.
„Nei,“ svaraði hann. „Ég tel mig meiri
mann uppi í turninum.“ Það gat Fía ekki
skilið.
Roosevelt og ungfrú Sönniksen, unnustu
ihans, hafði einnig verið boðið. í upphafi
'hafði Fía barizt gegn þessari trúlofun. En
Ivarsen hafði auðvitað dregið taum Roose-
v'elts, og þá stoðaði auðvitað ekkert, þótt
hún reyndi að „halda uppi heiðri fjölskyld-
unnar.“ Áður en lagt var af stað í samsætið
að Bjarkasetri, hafði Fía brýnt rækilega fyr-
ir Roosevelt allar „kurteisisreglur og heldri-
manna-siði,“ sem henni voru kunnir, svo að
hann skyldi hvorki gera þeim né sjálfum
sér neina skömm. Sérstaklega hafði hún að-
varað hann um að gæta vel tungu sinnar
og vera ekki of skrafhreifinn og glannaleg-
arr, eins og honum liætti svo til. „Það er
ækkert að furða sig á því, þótt ívarsen
.skemmti sér við, að þú kallir unnustu þína
„bolludeig“, því að hann er bara óheflaður
durgur; en úti á Bjarkasetri er vel siðað
heldrafólk, sem dáist ekki að öðru eins bulli
og þvaðri.“
Roosevelt lofaði öllu fögru og sagðist
skyldi haga sér mjög fyrirmannlega, og um
Rósu væri það að segja, að hún ætlaði að
vera í þunnum, hvítum kjól með rauðan
linda um mitti eins og fín dama. Fía var
samt ekki alveg viss um, að henni myndi
heppnast að haga sér eins og „dama“, því að
ekki hefði hún getað lært það í brauðbúð-
inni. En það var nú samt fallega gert af
Bramer-hjónunum, já meira að segja mjög
elskulegt, að hafa ekki aðeins boðið Roose-
velt, heldur einnig unnustu hans.
Þegar Fía og Adam komu inn í forstof-
una á Bjarkasetri, tók Fía að velta fyrir sér,
hvort hún ætti að hafa skrauthattinn á
höfðinu eða taka hann af sér. Hún speglaði
sig rækiIega,-og komst að þeirri niðurstöðu,
að hún liti mjög glæsilega út með hina
miklu strútfjöður; en Adam bað hana bless-
aða að taka af sér „skrautið-1! Og Fía móðg-
aðist af því að þurfa að taka af sér hattinn,
og hvíslaði að Adam, að fyrir aðra fjöðrina
hefði Roosevelt meira að segja borgað 20
krónur, svo að hún væri sannarlega nógu
dýr, en sarnt ekkert of fín, þó að hún væri
gift vitaverði. Hún vissi svo sem vel, hvað
við ætti meðal heldri manna. Adam skeytti
ekkert um gremju hennar og blaður, en
opnaði hurðina og lét hana ganga inn á
undan sér. Fía nam staðar í dyrunum; hún
varð að þreifa á dyratjöldunum til að ganga
úr skugga um, hvort þau væru raunverulega
úr silki. Fremri stofan var tóm, en Fía kink-
aði kolli og brosti á báða bóga og virti ná-
kvæmlega fyrir sér borð og stóla og málverk-
in á veggjunum. Þegar þau komu inn í
stórstofuna, reis frú Bramer upp á móti
þeim. Fía gekk hratt fram til hennar og
kinkaði brosandi kolli í sífellu. Hún bar
fram hamingjuóskir sínar og óskaði fjöl-
skyldunni á Bjarkasetri allrar hugsanlegrar
hamingju og.blessunar með þessar tengdir.
Hún var svo flaum-mælsk, að frú Bramer
varð sem snöggvast alveg orðfall. Hún stóð
stundarkorn og starði á hið mikla mynda-
nisti, sem Fía bar á barmi sér, það hafði
snúizt við, svo að ljósmynd af Adam í sjó-
liðsforingja-búningi blasti við í allri sinni
dýrð. Og Fíu var sjálfri bezt kunnugt, hvort
þetta var gert með ásettu ráði eða ekki. Hún
hélt áfram að tala án þess að veita því eftir-
tekt, að herragarðseigandinn var kominn
inn í stofuna, svo að frú Bramer varð að lok-
um að grípa fram í fyrir henni:
„Má ég kynna yður manninn minn, frú
Stolz-" Fía sneri sér við og leit á hann.
„Þér eruð þá Bramer, herra-garðseig-
andi?“
„Já,“ sagði Sylvester brosandi, „það er nú
ég.“ Þá sneri Fía sér að honum og sagði hon-
um allt af létta um vitann, börnin og þá
ekki sízt um tengdaföður sinn, kommandör-
inn og afa gamla, admírál. Frásögn hennar
var svo hreinskilnislega trúverðug, en sam-