Nýjar kvöldvökur - 01.07.1945, Side 35
N. Kv.
VITASTÍGURINN
121
í svipbreytingum hans; en í dag sá hún í
svip hans einhvern annarlegan blæ, sem hún
hafði ekki orðið vör við áður. Þar var sam-
anþjappaður þróttur, sem lýsti ósveigjan-
legum vilja, og sá eldur í augum, sem bar
vott um, að einhver gagngerð breyting væri
um garð gengin.
„Hérna er bréf, sem ég'fékk frá Jens í
dag,“ sagði liann rólega.
„Hann er vonandi ekki búinn að trúlof-
ast henni?“ Hún laut fram á borðið og leit
framan í hann.
„Hann er kvæntur," sagði Sylvester, „þú
getur iesið það sjálf,“ Hann rétti henni
bréfið. En hún hratt því frá sér.
„Ég les ekki bréf annarra — er Jens kvænt-
ur henni?“
„Henni, já.“
„Telpan úr fjölleikatjaldinu húsfrú á
Bjarkasetri!" Hún fleygði sér fram á borðið
og faldi andlitið í höndum sér.
„Faðir minn, faðir minn, getur þú ekki
li jálpað mér.“ Hún snökti. Þetta var í fyrsta
sinn, sem Sylvester Bramer hafði séð konu
sína gráta. Hann stóð upp, gekk til hennar
og lyfti upp höfði hennar.
„Nóra, taktu nú þessu skynsamlega. Þetta
getur orðið okkur til góðs — og Jens til ham-
ingju — einkabarninu okkar.“
„Gæti mér aðeins skilizt það — en nei,
nei, Sylvester, þetta er alveg ófært, það er
hræðilegt!" Hún liélt áfram að snökta.
Hann sat lengi og spjallaði góðlátlega við
hana. Einu sinni reyndi hann að taka hönd
hennar og klappa henni, en hún kippti
henni að sér. Svo sagði hann henni, að brúð-
kaupið hefði staðið fyrir nokkrum dögum,
og að Stolz og Gottlieb hefðu farið til Ósló-
ar í tilefni af því.
„Gottlieb? Alltaf liefir hann valdið okk-
ur einhverri óhamingju."
„Já, en nú mun hann færa okkur ham-
ingju, Nóra. — Hún mun gera Jens ham-
ingjusaman, og að þessu sinni skaltu taka
vel á móti henni, Nóra, vegna Jens, og einn-
ig mín vegna.“ Hann rétti henni hendurn-
ar og leit á liana bænaraugum, en hún
hreyfði sig ekki. Tárin voru nú horfin úr
augum hennar. Litla andlitið skarpleita var
nú komið í sínar gömlu fellingar. Hún var
nú á ný húsfrúin á Bjarkasetri, dóttir Feng-
ers biskups, og ekkert annað.
,,Þú hefir teflt á tvær hættur, Sylvester,"
sagði hún og stóð upp frá borðinu.
„Teningunum er varpað, og ég tek á
mig ábyrgðina," sagði hann stillilega.
Miðdegisverðinum var lokið. Hún rétti
honum hönd sína að vanda, og hann laut
djúpt og virðulega og kyssti á höndina.
Þannig höfðu þau gengið frá borðum að
loknum miðdegisverði á hverjum degi öll
þessi ár, breytingarlaust. Allt var lýtalaust.
Tveim dögum síðar beið Sylvester þre-
menninganna uppi í „Sælureit". Hann hall-
aði sér upp að öðrum steinkofanum litla og
var að hugsa um, hvað Gottlieb hefði ann-
ars verið heimskur að ætla sér að skríða inn
um litlu dyrnar hérna. Hann brosti. í hvert
sinn, sem hann átti við einhverjar áhyggjur
að stríða, hvarflaði hann huganum til
bernskuáranna, því að jrá \'ar sem kæmi
hann út í sólskinið á ný, yrði ungur og glað-
ur í huga og gleymdi áhyggjum sínum.
Honum var þungt í huga, að hann skyldi
hafa þurft að fara á bak við konu sína með
málefni, sem jreim báðum var Jx> mjög
hjartfólgið. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni,
sem hann hafði hagað sér miður drengi-
lega. Honum féll orð ]>etta svo eðlilega í
hug, þ\ i að kona hans notaði það ætíð. Það,
senr ekki var óaðfinnanlegt, var að hennar
dómi ódrengilegt. Nú átti hann að leiða
son sinn og brúði hans inn á Bjarkasetur.
Gæti hann gert það með glöðum huga og
borið höfuðið hátt? Það, sem hann hafði að-
hafzt, var hyggilega gert og hagkvæmt. í
rauninni hafði Jrað \ erið eins og að höggva
á óleysandi hnút; og án þess hefði þetta orð-
ið óviðráðanleg flækja af erfiðleikum og ef
16